Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Knattspyrnuhæfileikar mínir fara seint í sögubækurnar. Þrátt fyrir tvö glæsileg mörk á Shellmótinu 1999 í Vest- mannaeyjum og önnur tvö stór- glæsileg á Essomótinu á Akur- eyri tveimur árum síðar verður mín minnst fyrir eitthvað allt annað en afrekin á fótboltavell- inum. Ég, mamma og pabbi erum væntanlega þau einu sem muna eftir mörkunum mögnuðu. Mörkin komu í rauðu og svörtu Lotto Víkingstreyjunni með aug- lýsingu frá Kaupþingi framan á. Fólk man eflaust betur eftir því að Kolbeinn Sigþórsson skor- aði um það bil 100 mörk á sömu mótum í sömu treyju. Hann var og er víst aðeins betri en ég, en hvað um það! Eftir nokkur ómerkileg ár í D-liði Víkings í yngri flokkum var undirritaður eitt sumar á Grund- arfirði. Hann mætti á nokkrar fótboltaæfingar með knatt- spyrnufélagi Grundarfjarðar, sem því miður fer mjög lítið fyrir í dag. Á minni fyrstu æfingu með liði Grundarfjarðar átti ég mitt fyrsta skot og í kjölfarið heyrði ég markvörðinn segja „Vó, hann er skotfastur.“ Ég gat ekki annað en brosað, því þetta var senni- lega í fyrsta skipti sem einhver hafði eitthvað jákvætt að segja um knattspyrnuhæfileika mína. Ég viðurkenni að það gaf mér aukið sjálfstraust. Ég mæli eindregið með að ungt knattspyrnufólk í D-liðum stórra félaga á höfuðborgar- svæðinu skelli sér í sveitina á sumrin og njóti þess að vera stórir fiskar í litlum tjörnum. Það var ótrúlega gaman að vera „góður“ í fótbolta í eitt sumar. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.isKórdrengir og Grindvíkingar gerðu 1:1 jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttu Lengjudeildar karla í knattspyrnu í gær, næst- efstu deildar. Grindavík er í 2. sæti deildarinnar með 16 stig, stigi fyrir ofan Kórdrengi, og úrslit leiksins breyta því ekki þeirri stöðu. Fram er með gott forskot á toppnum eftir að hafa unnið fyrstu sjö leikina. Sigurður Hallsson kom gestunum frá Grindavík yfir á 67. mínútu en Albert Ingason tryggði Kór- drengjum stig með jöfnunarmarki á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Jöfnunarmark á elleftu stundu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Í 2. sæti Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur. _ Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari úr Keili, er í 50. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Tip- sport Czech mótinu á Evr- ópumótaröðinni í golfi. Guðrún lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er á einu höggi undir pari. Á hún góða mögu- leika að komast í gegnum niðurskurð- inn í dag. _ Körfuknattleiksmaðurinn Breki Gylfason hefur gert samkomulag við ÍR og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Karfan.is greindi frá þessu í gær en Breki kemur til ÍR-inga frá Haukum, sem féllu úr efstu deild í vetur. Breki, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, hefur leikið með Haukum frá árinu 2016. Þá hefur hann verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár og leikið með yngri landsliðum. _ Knattspyrnukonan Betsy Hassett hefur verið valin í landsliðshóp Nýja- Sjálands fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Hassett hefur spilað á Íslandi síðustu fimm ár með KR og Stjörnunni. _ Víkingur tilkynnti í gær að Gísli Jörgen Gíslason muni leika með karla- liði félagsins í handknattleik næsta vetur en Víkingur er í næstefstu deild. Gísli er Ísfirðingur en lék í vetur með Þór Akureyri. Eitt ogannað Öllum takmörkunum innanlands var aflétt á miðnætti og þar á meðal á íþróttaviðburðum. Engin sótt- varnarhólf eða takmarkanir á áhorfendum eru því í gildi. Áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum hér á landi síð- ustu vikur en með grímuskyldu, takmörkunum og sóttvarnarhólfum en allar slíkar reglugerðir falla úr gildi í dag. Breytingarnar koma til með að hafa nokkur áhrif á Íslandsmótum í knattspyrnu, golfi, frjálsum, sundi og fleiri sumargreinum. Umgjörðin aftur í fyrra horf Ljósmynd/Sigfús Gunnar Áhorfendur Engar sóttvarnareglur eru lengur í gildi. Í ÞORLÁKSHÖFN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Þór frá Þorlákshöfn tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni er karlalið félagsins vann verðskuld- aðan 81:66-sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslands- mótsins í körfubolta. Þórsarar unnu einvígið 3:1. Sigurinn er gífurlega verðskuld- aður og er óhætt að segja að Þór hafi toppað á réttum tíma gegn gríð- arlega sterkum andstæðingi. Þór vann ekki aðeins deildarmeistara Keflavíkur í úrslitum heldur einnig mjög sterkt lið Stjörnunnar í undan- úrslitum og er ekki hægt að segja annað en að titilinn sé gríðarlega verðskuldaður. Adomas Drungilas var ótrúlegur í úrslitakeppninni, hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson spilaði eins og þrítugur reynslubolti úr landsliðinu og Callum Lawson og Larry Thomas voru mjög sterkir sömuleiðis. Þá átti Davíð Arnar Ágústsson ótrúlegan leik í gær og raðaði inn hverri þriggja stiga körf- unni á fætur annarri. Íslenski kjarninn mikilvægur Keflvíkingar áttu magnað tímabil og töpuðu aðeins tveimur leikjum af 22 í deildarkeppninni. Domynikas Milka var gífurlega sterkur í gær og á öllu tímabilinu og Deane Williams er skemmtikraftur. Keflavíkurliðið er stórskemmtilegt og gerði sitt í því að gera úrslitaeinvígið eins gott og raun bar vitni. Þegar upp er staðið munu hins vegar fáir muna eftir því sem Keflavík gerði, þar sem það voru Þórsarar sem rituðu nýjan kafla í körfuboltasögu Íslands. Liðið er auðvitað skipað sterkum erlend- um leikmönnum, en íslenski kjarn- inn í liðinu er einnig gífurlega sterk- ur og mikilvægur. Áðurnefndir Davíð og Styrmir hafa verið virki- lega sterkir á tímabilinu og þeir Halldór Garðar Hermannsson, Emil Karel Einarsson og Ragnar Örn Bragason leika einnig mjög mik- ilvæg hlutverk. Falleg augnablik og gleðitár Þórsarar ætluðu sér nákvæmlega þetta á meðan fáir höfðu mikla trú á þeim fyrir mót. Á meðan önnur lið sendu erlenda leikmenn heim og stokkuðu upp í leikmannahópum sínum í hléinu vegna kórónuveir- unnar héldu Þórsarar í sína menn, æfðu vel og uppskáru eftir langt, erfitt og stundum hundleiðinlegt tímabil. Fögnuðurinn í leikslok hjá leik- mönnum, þjálfurum og alls ekki síst stuðningsmönnum var ósvikinn og fallegur. Um þetta eiga íþróttir að snúast. Falleg augnablik og gleðitár. Hinn geðþekki Lárus Jónsson hefur gert magnaða hluti með Þórs- liðið, en einhverjir spáðu því jafnvel falli fyrir tímabilið. Lárus hefur hins vegar búið til stórskemmtilegt lið, fallega liðsheild og verðskuldaða Ís- landsmeistara. Tæplega 2.000 manns búa í Þor- lákshöfn og það er magnað afrek hjá eins litlu bæjarfélagi að vera með Ís- landsmeistara í einni allra vinsæl- ustu íþrótt landsins. Til hamingju Þór og til hamingju Þorlákshöfn. Fölskvalaus gleði - Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn skrifuðu nýjan kafla í íþróttasögu bæjarins - Urðu Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik með sigri gegn Keflavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bikarinn Þessi mynd úr fagnaðarlátum gærkvöldsins fangar ágætlega samstöðuna hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Þórs í Þorlákshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.