Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Myndlistasýningin Spennistöð verð- ur opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, 26. júní, en sýnendur eru þeir Sigurður Ámundason, Páll Haukur Björnsson, Gústav Geir Bollason, Boris Labbé og Francoise Morelli. Um er að ræða ólíka listamenn sem ekki hafa mæst áður en sýningin mun skarta vídeóverkum, teikn- ingum og skúlptúrum, svo eitthvað sé nefnt. Gústav og Sigurður eru staddir í Verksmiðjunni að setja upp sýn- inguna þegar blaðamaður nær tali af þeim. Hugmyndin að sýningunni kom upprunalega fram í samtali þeirra á milli og seinna meir fengu þeir fleiri listamenn í lið með sér. „Gústav stakk upp á að hafa teikni- sýningu en ég þurfti að sannfæra hann um að taka þátt. Við vildum ekki hafa of marga til að taka þátt svo við hentum þarna fram ýmsum nöfn- um fram og til baka. Svo að lokum passaði þetta vel saman,“ segir Sig- urður. Þegar kom að því að velja inn fleiri listamenn segir Gústav innsæið hafa ráðið förinni. „Við höfðum áhuga á þeim út frá ólíkum forsendum. Þetta eru frekar ólíkir einstaklingar en það eru ákveðin áhugasvið sem tengja þá við okkur. Mér sýnist verk- in ætla vinna vel saman.“ Segja þeir báðir að tilviljun ráði því að einungis karlar komi við sögu. Hafi þá heitið þótt afar viðeigandi í ljósi kynjaskiptingarinnar. „Spenni- stöðin lýsir kannski vel þessari yfir- drifnu karlmennsku, það er ákveðinn húmor í þessu,“ segir Sigurður. Kraftmikill sýningarsalur Orðið spennistöð er eitthvað sem Sigurður hafði lengi haft í huga og langaði að nýta sem titil. Fannst hon- um tilvalið að grípa þetta tækifæri núna enda afar viðeigandi í ljósi sýn- ingarsalarins og verkanna sem þar eru nú sýnd. „Titillinn vísar kannski helst í sýningarsalinn sjálfan. Verk- smiðjan er löngu yfirgefin, hrá og stór bygging, það er ákveðinn kraft- ur í henni. Svo eru það verkin, það er ákveðinn kraftur sem heldur okkur saman,“ segir Sigurður. Gústav tekur undir með félaga sín- um og telur ákveðna orku leynast í verkunum en hreyfing, hljóð og ís- lensk náttúra koma við sögu á sýn- ingunni. „Það er einhver sammerk- ing milli verkanna, þetta eru allt blendingar í hugmyndalegu sam- hengi. Verkin eru sett saman þann- ig að það verða ákveðnar skaranir og eru þau oft á mörkum milli mál- verks og kvikmynda,“ segir Gústav. Listamennirnir sem sýna eru ým- ist staddir á Íslandi, í Kanada eða Frakklandi. Þegar hann er spurður að því hvort það hafi ekki verið áskor- un að opna sýningu með verkum listamanna sem væru staddir erlend- is, segir Gústav það ekki koma að sök. „Það getur alveg verið áskorun að hafa ekki listamanninn á staðnum en þetta gengur alltaf upp á end- anum,“ segir hann. Spennistöð mun standa opin í sum- ar fyrir gesti og gangandi frá þriðju- degi til sunnudags, klukkan 14 til 17, til og með 25. júlí. Karllæg orka á Spennistöð - Samsýning fimm karla, Spennistöð, opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri Teikning Landslag með vörumerki, blýantsteikning á pappír, eftir Sigurð Ámundason frá þessu ári, 2021. Sönghátíð í Hafnarborg stendur nú sem hæst og í dag, laugardag, kl. 17, flytur Schola Cantorum íslenska kórtónlist um vináttu, söknuð og ást undir stjórn Harðar Áskelssonar. Yfirskrift tónleikanna er Vinaspeg- ill. Kórinn er skipaður atvinnu- söngvurum og var stofnaður árið 1996 af Herði. Á morgun, sunnudag, kl. 17, verða haldnir tónleikarnir Íslensk kven- tónskáld. Björk Níelsdóttir sópran, Erla Dóra Vogler mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Haf- steinn Þórólfsson baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Þórunni Guð- mundsdóttur, Jórunni Viðar, Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Ingibjörgu Bjarnadóttur, Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur og Elínu Gunn- laugsdóttur. Sönghátíð í Hafnarborg er sjálf- stæð hátíð sem hefur verið haldin ár- lega frá árinu 2017 í samstarfi við Hafnarborg og nýtur hún stuðnings Hafnarfjarðarbæjar, Tónlistarsjóðs, Starfslauna listamanna og Sjóðs Friðriks og Guðlaugar.Frekari upp- lýsingar um hátíðina og viðburði hennar má finna á heimasíðu henn- ar, songhatid.is. Vinaspegill og kventónskáld Samstillt Björk, Eva Þyri, Hafsteinn, Eyjólfur og Erla Dóra og flytja verk íslenskra kventónskálda á morgun á Sönghátíð í Hafnarborg. Halldór Ragnarsson opnar kl. 16 í dag, laugardag, sýninguna Tungu- málið sem ég næ að gráta við í Listamönnum galleríi. „Minningar um draumfarir næt- urnar? Plön um komandi daga? Sælar minningar? Hugsanir um hvað mætti betur fara? Sam- anburður við náungann í næsta húsi? Söknuður í fortíðina? Til- hlökkun í framtíðina? Ógeðið á sjálfum sér eða jafnvel bara hreina og beina hamingjan?“ er spurt í til- kynningu og mögulega fást svör við þessum spurningum á sýningunni. Halldór segir tilgang sýningar- innar að losa sig við hversdags- legar tilfinningar og hugsanir sem flestir hafi fundið fyrir, góðum og slæmum, að koma þeim úr hausnum á sér og skila þeim af sér í eitthvað annað, staldra svo við um stund, íhuga og halda svo áfram. „Ég hugsa þessar setningar ekk- ert ósvipað eins og abstrakt mál- verk, þar sem ekkert er í eiginlegri tímaröð heldur miklu frekar sem myndræna heild sem myndar heim hugsunar,“ skrifar Halldór. Á sýningu Verk eftir Halldór Ragnarsson. Tungumálið sem ég næ að gráta við SsangYong Korando Dlx ‘18, beinskiptur, ekinn 60 þús.km. Verð: 2.990.000 kr. 591367 4x4 SsangYong Tivoli Hlx. ‘18, sjálfskiptur, ekinn 72 þús.km. Verð: 2.850.000 kr. 800017 Verð ................................ 2.850.000 kr. Greitt m/notuðum ........ 500.000 kr. Eftirstöðvar ................... 2.350.000 kr. Afborgun á mánuði ..... 36.701 kr.** Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli. Útborgun 500.000 kr. Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 500.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.Not að u r u p p í n ý le ga n 00.000Við tökum gamlabílinn uppí á Opel Astra Innovation ‘18, sjálfskiptur, ekinn 76 þús. km. Verð: 2.990.000 kr. 800003 SsangYong Tivoli Xlv Dlx ‘17, sjálfskiptur, ekinn 74 þús.km. Verð: 2.390.000 kr. Langur 591429 4x4 4x4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.