Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 2

Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 2
2 föstudagur 21. september Kristján Ó Skagtjörð: Björgunartækin í öndvegi Kristján Ó. Skagfjörð er gamalgró- ið fyrirtæki á íslenska vísu, stofnað árið 1912 af ungum Breiðfirðingi, reyndar Flateyingi. Þctta fyrirtæki hefur þróast í tímanna rás, og er síungt og fylgist því vel með öllum nýjungum. Það kemur því ekki á óvart að meðal sýningaratriða í 98 fermetra sýningarrými fyrirtækis- ins eru einkatölvurnar frá Digital ásamt forritum sem hönnuð eru fyrir útgerðarfyrirtækin. Eins og gefur að skilja hefur útgerðardeild Kristjáns Ó. Skag- fjörð hf. marga góða framleiðend- ur erlendis. Við báðum Bjarna Gíslason deildarstjóra að greina okkur frá því helsta sem þeir hafa upp á að bjóða á íslensku sjávarút- vegssýningunni ’84. „Stærsti umboðsaðilinn okkar er Cosalt í Grimsby, meira en hundrað ára gamalt fyrirtæki og eitt hið allra stærsta í heiminum í sölu veiðarfæra. Þeir framleiða og selja vöru frá öðrum í nánast öllu sem fiskveiðum viðkemur“, sagði Bjarni. Keðjurnar að útrýma vírum? Frá fyrirtækinu Wheway Watson sýnir KÓS keðjur, en þær var farið að reyna fyrir 15-17 árum í stað víra gegnum bobbinga fyrir fót- reipi. Bjarni sagði að núorðið notaði varla nokkur maður annað en keðjurnar. Þær væru sterkari, tognuðu ekki eða hlypu í gadda. Endingin væri líklega tíföld, en kostnaðurinn þre eða fjórfaldur á við vírana. Hagræðingin væri óumdeilanleg og keðjurnar væru mun betri í allri meðhöndlun. Björgunartæki í öndvegi Bjarni Gíslason sagði ennfremur að björgunarbátar og búnaður yrði í öndvegi hjá KÓS á sýningunni. Það er danska fyrirtækið Nordisk Gummibadsfabrik sem framleiðir VIKIN G-gúmbj örgunarbátana, sem fyrirtækið flytur inn og selur hér. Auk þess eru sýndir flotbún- ingar, björgunarhringir, blys og ótal margt fleira sem notað er við björgun mannslífa. Toghlerar fyrir rækjuskipin í landi þar sem rækjan er farin að skipa stóran sess munu toghlerar sem KÓS flytur inn vekja athygli. Hlerar þessir hafa mjög rutt sér til rúms í Rækjufiskeríi og á Norður- sjó. Þeir standa á minni hraða en hefðbundnir hlerar, allt niður í 1,8 til 2 mílur, þurfa minni toghraða, því yfirleitt þurfa hefðbundnir hlerar minnst 3 mílur til að standa. Kjörinn toghraði fyrir rækjuna er hinsvegar 2-2,7 mílur ef eitthvað á að hafast. Tölvuvæðing sjávarútvegsfyrir- tækja Kristján Ó. Skagfjörð hf. hefur einkaumboð fyrir bandaríska tölvuframleiðandann DIGITAL eins og kunnugt er. Tölvudeild fyrirtækisins verður á sýningunni með kynningu á möguleikunum á notkun Rainbow-einkatölvunnar fyrir sjávarútveg, fiskvinnslu og netagerð. Sagði Hálfdán Karlsson að hug- búnaðurinn fyrir sjávarútveginn væri hannaður af Óðni í Vest- mannaeyjum. Þá er byrjað að hanna hugbúnað fyrir netagerð, sem er nýjung sem mun auðvelda mönnum að gera verk og kostnað- arreikninga fyrir netagerðina. Tölvan er líka kjörin fyrir hvers- konar fjárhags og viðskiptamanna- bókhald og hana má tengja við stimpilklukku þegar gerður er launaútreikningur. Rainbow PC- tölvan nær býsna langt, - en þar sem geta hennar endar taka við stærri tölvur Digital, sem geta hentað fyrir margbrotna útreikn- inga og áætlanagerð fiskvinnslu og frystihúsa. Netasalan minni, - og e. t. v. skynsamlegri Þeir hjá KÓS hafa gegnum áratugi selt býsnin öll af netum. Sala á þeim hefur dregist saman stórlega að sögn Bjarna Gíslasonar. Nýt- ingin hefur gjörbreyst með kvóta- skiptingunni, og allt viðhorf til netakaupa hafa sömuleiðis breyst. Innkaupin eru minni en fyrr og menn fresta gjarnan kaupum til næsta árs en láta þau gömlu duga út kvótann. Minni innkaup og e. t. v. skynsamlegri eins og á stendur. En fleira mun sýningarbás Kós bjóða upp á. Þarna verða vindivél- ar fyrir kassa, japönsk smíða með sérbúnaði. Þarna verða líka lyfti- tæki, rafdrifin og einnig án véla, Þarna verður framleiðsluvara Randers Reb í Danmörku, sem er alþjóðleg verkmiðja og víðfræg. Þá munu verða sýndar síldar og hrognatunnur úr plasti, stærðirnar eru 210, 120 og 60 lítra. Umboðsaðilar Útgefftarmenn - Skipstjórar Fylkir Ltd. Whamdiff Rd. Fish Docks Grimsby - DN 31 QF Umboðsaðili fyrir ísl. fiskiskip i Grimsby, FHull og Fleetwood. - Áratuga reynsla. Simi (0472) 44721 Telex: 527173 Heimasimar: Jón Ofgeirsson (0472) 43203, Aöalsteinn Rnsen (0472) 816223. Okkar þjónusta er ykkar öryggi. Upplýsingar á islandi gefur LÍ.Ú. sími 29500 HANDLYFTIVAGNAR margar gerðir UMBODS OG HEILDVERSL UN LAGMULI5, 108 REYKJA VIK, S/MI 91 685222 PÖSTHÓLF 887. 121REYKJAVÍK Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri virðir fyrir sér toghlera sem Skagfjörð flytur inn. Starfsmaður Kristjáns Ó. Skagfjörð með handvörulyftara, sem fyrirtækið flytur inn. Skagfjörð hefur alla tíð flutt inn mikið af Viki.ng gúmmíbjörgunarbátum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.