Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 8

Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 8
8 föstudagur 21. september Baaderþjónustan 25 ára: Hugmyndir Baaders ollu byltingu í fiskiðnaði — og 65 árum siðar er fyrirtækið enn í fararbroddi i hönnun og framleiðslu véla til fiskiðnaðarins Margir eru þeir sem vilja telja að verksmiðjan Nordischer Maschin- enbau í Liibeck í Þýskalandi, betur þekkt sem Baader, eigi stóran þátt í þeim uppgangi, sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi síðustu ára- tugina. Ef einhver tæki sig til og kannaði áhrif þeirrar sjálfvirkni, sem Baader-vélarnar innleiddu hér, er ekki ótrúlegt að þetta kæmi í Ijós sem staðreynd. Baader-merkið og vélar þessa fyrirtækis urðu ótrúlega fljótt vin- sælar hér á landi og eru enn. Margar þessara véla gegna mjög mikilvægu hlutverki í vinnslurás hraðfrystihúsanna og hjá öðrum fiskverkendum hér á landi, og hafa staðist allar raunir má full- yrða. Og Baader hefur ekki aðeins náð fótfestu í fiskiðnaði hér á landi, heldur um allan heim. Fyrirtækið var stofnað í júnílok 1919 af Rudolph Baader. í>á munu fæstir hafa trúað því að þetta fyrirtæki yrði síðar slík bylting í þróun vélbúnaðar til fiskiðnaðar sem það síðar varð. Þá var það svo með fiskinn að mannshöndin ein annaðist skurð á fiski, og orðið flökun var nánast ekki til og fiskur- inn fremur brytjaður. Hugmyndir Rudolph Baaders voru því óvenj u- legar því hann vildi að vélar önnuðust þessa vinnu, - og skildu beinin frá!! Þessa dagana er þjónustufyrir- tækið Baaderverksmiðjan hér á landi 25 ára gamalt. Baader-þjón- ustan h.f. í Ármúla 5 í Reykjavík er stofnuð í september 1959 til að þjónusta vélar þýska fyrirtækisins hér. Auðvitað hefur margt gerst í þróun véla Baader-fyrirtækisins þýska á 65 árum. Ljóst er þó að vélvæðingin varð til þess að örva mjög fiskveiðar og iðnað tengdum veiðunum, að ekki sé talað um fiskneyslu um allan heim. Vélarn- ar sem Baader-þjónustan h.f. selur og veitir varahluta- og viðgerða- þjónustu eru háþróuð tæki, en eiga þó uppruna sinn í fyrstu vélum fyrirtækisins, síldarhaus- ingavélinni og fyrstu flökunarvél- inni. Á Alþjóðlegu sýningunni í Laugardal verða sýndar nýjungar frá Baader-verksmiðjunum, sem án efa munu verkja athygli. Karl Ágústsson framkvæmdastjóri Baader-þjónustunnar sagði í við- tali við Fiskifréttir að fyrirtækið yrði með allstórt sýningarsvæði í viðbyggingu Laugardalshallar. Þar verða sýndar tvær bolfisklín- ur fyrir vinnslu í frystihúsum. Ba- ader 426 hausingarvél, en við hana er tengd Baader 184 flökunarvél með áfastri roðflettivél fyrir 30-70 sentimetra heildarlengd. Hraði þessarar samstæðu er 24-40 fiskar á mínútu með þrepastillingu. Baader 427 er með splúkunýja roðflettivél áfasta, Baader 185. Hún tekur þorsk 50-100 sentimetra langan (1-9 kíló) og afkastar 24—32 fiska á mínútu. Þetta er aðallínan í dag fyrir bolfisk. Þá gefur að líta alveg nýja síldarlínu Baader 35, síldarflök- unarvél sem ekki er komin á mark- að enn sem komið er. Fyrir framan þessa vél er Baader 482 sjálfmat- ari. þetta er flökunarvél en í hana er sett lítið áhald sem haus- og slósker og skilar samstæðan í síld- inni tilbúinni til söltunar. í flökun nær þessi vél 270 síldum á mínútu þegar best lætur með sjálfmötun- inni. Baader 35 er um þessar mundir til reynslu í Meitlinum, en þeir Baadermenn hafa talsvert gert af því að fá reynslu á tæki sín hér á landi, m. a. er ein allra nýjasta vélin þeirra Baader 51F roðfletti- vél fyrir flatfisk nú reynd í ísbirnin- um, en þessi vél verður einnig sýnd á sýningunni. Svo haldið sé áfram að tala um Baader 189 er vélartegund sem flestir þekkja í fiskvinnslunni. Baader 694 skelfiskvélin á sýningunni. nýjungar frá Baader sem sýning- argestir fá að skoða, þá verður þarna merkileg vinnslulína fyrir fiskmarning. Hún samanstendur af Baader 653 þvottavél, Baader 697 marningsvél, sem verður ekki á markaði fyrr en á næsta ári, og loks Baader 523 marningspressa, sem sér um að matvaran haldi réttu rakastigi og fái á sig jafnan og fallegan blæ. Karl Ágústsson sagði að auk Baader-tækjanna mundu verða kynntar aðrar vörur í bás þeirra á sýningunni, sem Baader-þjónust- an hefur umboð fyrir. Þetta eru vísavogir frá Vega Vekt í Noregi, kjörnar fyrir vigtun á grófri vörur auk þess sem þær eru sérstaklega hannaðar til notkunar um borð í skipum. Þessar vogir eru sérlega hannaðar úr ryðfríum stálböndum í stað hnífa og panna. Þá verður Strapex bindivélin frá Sviss til sýnis. Þá er þarna Simna- hreistursvél frá Kanada. Hún þyk- ir afhreistra á mjög góðan hátt, fer vel með fiskinn í allri meðhöndlun sinni. Baader-þjónustan er að byrja að kynna þessa vél á markaði hér um þessar mundir. Karl Ágústsson sagði að Ba- aderþjónustan h.f. reyndi að veita sem besta þjónustu í viðgerðum og varahlutum. Fyrirtækið hefur lager á ísafirði og í Vestmanna- eyjum og heldur námskeið fyrir félamenn tvisvar á ári, en þeir annast síðan viðhald og viðgerðir á vélum hver í sinni heimabyggð.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.