Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 8

Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 8
8 föstudagur 21. september Baaderþjónustan 25 ára: Hugmyndir Baaders ollu byltingu í fiskiðnaði — og 65 árum siðar er fyrirtækið enn í fararbroddi i hönnun og framleiðslu véla til fiskiðnaðarins Margir eru þeir sem vilja telja að verksmiðjan Nordischer Maschin- enbau í Liibeck í Þýskalandi, betur þekkt sem Baader, eigi stóran þátt í þeim uppgangi, sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi síðustu ára- tugina. Ef einhver tæki sig til og kannaði áhrif þeirrar sjálfvirkni, sem Baader-vélarnar innleiddu hér, er ekki ótrúlegt að þetta kæmi í Ijós sem staðreynd. Baader-merkið og vélar þessa fyrirtækis urðu ótrúlega fljótt vin- sælar hér á landi og eru enn. Margar þessara véla gegna mjög mikilvægu hlutverki í vinnslurás hraðfrystihúsanna og hjá öðrum fiskverkendum hér á landi, og hafa staðist allar raunir má full- yrða. Og Baader hefur ekki aðeins náð fótfestu í fiskiðnaði hér á landi, heldur um allan heim. Fyrirtækið var stofnað í júnílok 1919 af Rudolph Baader. í>á munu fæstir hafa trúað því að þetta fyrirtæki yrði síðar slík bylting í þróun vélbúnaðar til fiskiðnaðar sem það síðar varð. Þá var það svo með fiskinn að mannshöndin ein annaðist skurð á fiski, og orðið flökun var nánast ekki til og fiskur- inn fremur brytjaður. Hugmyndir Rudolph Baaders voru því óvenj u- legar því hann vildi að vélar önnuðust þessa vinnu, - og skildu beinin frá!! Þessa dagana er þjónustufyrir- tækið Baaderverksmiðjan hér á landi 25 ára gamalt. Baader-þjón- ustan h.f. í Ármúla 5 í Reykjavík er stofnuð í september 1959 til að þjónusta vélar þýska fyrirtækisins hér. Auðvitað hefur margt gerst í þróun véla Baader-fyrirtækisins þýska á 65 árum. Ljóst er þó að vélvæðingin varð til þess að örva mjög fiskveiðar og iðnað tengdum veiðunum, að ekki sé talað um fiskneyslu um allan heim. Vélarn- ar sem Baader-þjónustan h.f. selur og veitir varahluta- og viðgerða- þjónustu eru háþróuð tæki, en eiga þó uppruna sinn í fyrstu vélum fyrirtækisins, síldarhaus- ingavélinni og fyrstu flökunarvél- inni. Á Alþjóðlegu sýningunni í Laugardal verða sýndar nýjungar frá Baader-verksmiðjunum, sem án efa munu verkja athygli. Karl Ágústsson framkvæmdastjóri Baader-þjónustunnar sagði í við- tali við Fiskifréttir að fyrirtækið yrði með allstórt sýningarsvæði í viðbyggingu Laugardalshallar. Þar verða sýndar tvær bolfisklín- ur fyrir vinnslu í frystihúsum. Ba- ader 426 hausingarvél, en við hana er tengd Baader 184 flökunarvél með áfastri roðflettivél fyrir 30-70 sentimetra heildarlengd. Hraði þessarar samstæðu er 24-40 fiskar á mínútu með þrepastillingu. Baader 427 er með splúkunýja roðflettivél áfasta, Baader 185. Hún tekur þorsk 50-100 sentimetra langan (1-9 kíló) og afkastar 24—32 fiska á mínútu. Þetta er aðallínan í dag fyrir bolfisk. Þá gefur að líta alveg nýja síldarlínu Baader 35, síldarflök- unarvél sem ekki er komin á mark- að enn sem komið er. Fyrir framan þessa vél er Baader 482 sjálfmat- ari. þetta er flökunarvél en í hana er sett lítið áhald sem haus- og slósker og skilar samstæðan í síld- inni tilbúinni til söltunar. í flökun nær þessi vél 270 síldum á mínútu þegar best lætur með sjálfmötun- inni. Baader 35 er um þessar mundir til reynslu í Meitlinum, en þeir Baadermenn hafa talsvert gert af því að fá reynslu á tæki sín hér á landi, m. a. er ein allra nýjasta vélin þeirra Baader 51F roðfletti- vél fyrir flatfisk nú reynd í ísbirnin- um, en þessi vél verður einnig sýnd á sýningunni. Svo haldið sé áfram að tala um Baader 189 er vélartegund sem flestir þekkja í fiskvinnslunni. Baader 694 skelfiskvélin á sýningunni. nýjungar frá Baader sem sýning- argestir fá að skoða, þá verður þarna merkileg vinnslulína fyrir fiskmarning. Hún samanstendur af Baader 653 þvottavél, Baader 697 marningsvél, sem verður ekki á markaði fyrr en á næsta ári, og loks Baader 523 marningspressa, sem sér um að matvaran haldi réttu rakastigi og fái á sig jafnan og fallegan blæ. Karl Ágústsson sagði að auk Baader-tækjanna mundu verða kynntar aðrar vörur í bás þeirra á sýningunni, sem Baader-þjónust- an hefur umboð fyrir. Þetta eru vísavogir frá Vega Vekt í Noregi, kjörnar fyrir vigtun á grófri vörur auk þess sem þær eru sérstaklega hannaðar til notkunar um borð í skipum. Þessar vogir eru sérlega hannaðar úr ryðfríum stálböndum í stað hnífa og panna. Þá verður Strapex bindivélin frá Sviss til sýnis. Þá er þarna Simna- hreistursvél frá Kanada. Hún þyk- ir afhreistra á mjög góðan hátt, fer vel með fiskinn í allri meðhöndlun sinni. Baader-þjónustan er að byrja að kynna þessa vél á markaði hér um þessar mundir. Karl Ágústsson sagði að Ba- aderþjónustan h.f. reyndi að veita sem besta þjónustu í viðgerðum og varahlutum. Fyrirtækið hefur lager á ísafirði og í Vestmanna- eyjum og heldur námskeið fyrir félamenn tvisvar á ári, en þeir annast síðan viðhald og viðgerðir á vélum hver í sinni heimabyggð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.