Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 13

Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 13
föstudagur 21. september 13 J. Hinriksson: oghlerar sem slá í gegn — og sérsmiðaður bátur á innisvæðinu Pegar fréttamann Fiskifrétta bar að garði hjá J. Hinriksson á dögun- um var engu líkara en að fyrirtækið væri farið að smíða báta. Og raunar var verið að smíða þar allra laglegasta 20 tonna bát. En hann verður aldrei sjósettur, en verður hinsvegar til mestu prýði á sýning- unni í Laugardalnum. „Við ætlum að sýna ýmsar tog- vindur í bátnum, blakkir, dekk- rúllur og að sjálfsögðu toghlera í bátnum okkar. Það verður allt á fleygiferð í bátnum, mikið um að vera“, sagði Jósafat Hinriksson. „Þessi bátur verður okkar sýning- arbás inni í höllinni". Á útisvæði mun J. Hinriksson vera með stóri toghlerana og helst sagðist Jósafat vilja að þeir yrðu í lausu lofti þannig að hægt yrði að sýna þá almennilega, og það verð- ur gert ef tök verða á. Jósafat Hinriksson viS telexið. Jósafat rekur fyrirtæki sem hófst í bílskúr eins og mörg önnur, sem hafa spjarað sig. í dag eru uppi ráðagerðir um viðbyggingu í Súðarvoginum þar sem hin stóra smiðja hans er í dag. Eftirsóttasta framleiðslan hjá fyrirtækinu eru toghlerar af ýms- um stærðum og gerðum. Jósafat sagðist hættur að telja söluna í pörum, talaði um tonnafjöldann í staðinn. Sagðist hann selja þetta 60 tonn í toghlerum að meðaltali á mánuði, en þeir eru í 60 þyngdum og stærðum. Unnið að framleiðslu toghlera. Toghlerar sóttir til fyrirtækisins. Toghlerarnir fara víða um lönd. Hér á landi sagði Jósafat að nær allur togskipaflotinn notaði hler- ana frá sér, í Færeyjum er um 60% af hinum myndarlega flota tog- veiðiskipa búinn toghlerum frá J. Hinriksson, þar af eru flestir stóru togaranna með 1900 kílóa toghler- ann, þann stærsta. „Ég var að tala við Noreg og fékk góðar fréttir þaðan, ánægju- raddir frá mínum mönnum, sem voru að veiðum í Barentshafi", segir Jósafat. „Útflutningurinn hefur aukist á þessu ári og salan hér innanlands einnig. Þeir á rækj- unni eru langflestir með mína hlera og líkar vel við þá“, sagði hann. Meðal þjóða sem nota ís- lensku hlerana eru Skotar, Eng- lendingar, írar og Shetlandseying- ar, Kanadamenn, Bandaríkja- menn og nú síðast Grænlendingar, en Konunglega Grænlandsversl- Unin rekur nokkra stóra og mynd- arlega togara sem brátt munu fá íslensku toghlerana. - En hver er leyndardómurinn bak við toghlerana frá J. Hinriks- son? „Jú, ég er kominn niður á að hafa alla punkta í hleranum rétta. Þeir fara vel frá borði, eru fljótir til botns með trollið og byrja strax að veiða. Þeir þurfa naumast nema þriðjung tíma á við aðra hlera. Og góður kostur við þá er að þeir þurfa mun minni vír en aðrir, 100 föðmum styttri í það minnsta. Þetta sparar stórfé í veiðum, mun- ar heilu holi á sólarhring, 200 holum á ári, sem getur þýtt 600 tonn af fiski á einu ári eftir því sem hann sagði mér skipstjórinn á Nils Pauli, nýja togaranum þeirra í Færeyjum. Jósafat sagðist gera sér góðar vonir um árangur á sýningunni hér í Reykjavík. fyrirtæki hans hefur verið mjög áberandi á stórum sýningum víða um lönd síðustu 12 árin. Núna gerði hann sér enn stærri vonir en á fyrri sýningum. Síðast sýndi hann í Aberdeen í Skotlandi í júnímánuði og sagði að sú sýning héfði gefið góða raun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.