Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 39

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 39
föstudagur 21. september 39 Albatross og Stálvinsislan: Fullnægja öllum þör£um fiskiðnaðarins vegna flokkunar á £iski og fiskafurðum Nú á sjávarútvegssýningunni mun Sjávarvinnslan hf. sýna eigin fram- leiðslu, auk ýmissa tækja og véla, sem það hefur nýlega hafið inn- flutning á, í samvinnu við umboðs- og heildverslunina Albatross. Sérhæfðir í flokkun Stálvinnslan hf. hefur sérhæft sig í smíði flokkunarvéla í yfir tuttugu ár. í samvinnu við Albatross hefur nú verið hafinn innflutningur á viðurkenndum flokkunarvélum frá Danmörku og Englandi, þannig að fyrirtækin geta nú fullnægt öllum þörfum fiskiðnaðar vegna flokkunar á fisk eða fiskafurðum. Einnig munu fyrirtækin bjóða upp á ýmsar aðrar nýjungar í innflutningi. STAVA síldar- og loðnuflokk- unarvél STAVA flokkunarvélin hefur ver- ið framleidd af Stálvinnslunni yfir 20 ár og þarf vart að kynna hana fyrir íslenskum fiskvinnslufyrir- tækjum. Yfir 200 vélar hafa verið framleiddar og stór hluti þeirra er í notkun víðs vegar í Norður-Am- eríku og Evrópu. Þetta er tvímæla- laust nákvæmasta flokkunarvélin á markaðinum auk þess sem hún er afkastameiri og hljóðlátari en nokkur önnur. Hún er fáanleg vökva- eða rafmagnsdrifin. Hægt er að fá hana úr ryðfríu stáli. STAVA humarflokkunarvél Vélin er hönnuð af Stálvinnslunni hf. til að flokka humarhala. Vél- arnar hafa verið í notkun um árabil og reynst mjög vel. Sérstakt mötunarborð fylgir vélunum til að tryggja afköst og nákvæmari flokkun. Vélarnar fást nú með stillanlegum völsum úr ryðfríu stáli, sem auðveldar mjög að breyta stærðarmörkum milli flokka. Trio Herkules rækjuflokkunarvél Vélarnar hafa verið framleiddar af Trio Nexö í Danmörku í meir en tíu ár. Hin góða reynsla, sem fengist hefur af vélunum, hefur leitt til þess að þær eru mest seldu rækjuflokkunarvélar á Norður- löndum, og eru einnig í notkun víða í öðrum heimsálfum. Vélarn- ar eru fáanlegar fyrir 3-9 flokka, og eru stærðarmörk milli flokka auðstillanleg. Þærfást í galvaníser- uðu eða ryðfríu stáli, rafmagns- eða vökvadrifnar. Sortaweigh flokkunar- og sam- valsvél Sortaweigh er tvímælalaust full- komnasta flokkunarvélin á mark- aðnum fyrir lausfryst flök, með ótal möguleikum á vigtum í pakkn- ingar, Vélin fæst með 10 stöðluð- um forritum, þar sem þyngdar- mörkum má breyta að vild. Mjög einfalt er að stilla vélina fyrir þá flokkun, sem þörf er fyrir, í hvert skipti. Einnig er mögulegt að fá sérhönnuð forrit við vélina. Sorta- weigh Ltd. er tiltölulega ungt breskt fyrirtæki. Síðan framleiðsla hófst á flokkunar- og samvalsvél- um, hefur fyrirtækið vart getac annað eftirspurn. Vökvadæla, tengd beint við vél eða reimdrifin % - "i' JM Stjórnloki, seni tryggir rétt rið Alternator með vökva- knúnum mótor Utgerðarmenn — Rækjuvinnslur Við bjóðum m. a.: • Hönnun og búnað fyrir rækjuvinnslu- kerfi um borð í skip. • Rækjufiokkunarvélar. • Suðupotta, hálf- og alsjálfvirka. • FOS-FAT búnað fyrir rækjupillunarvélar. TRIO HERKULES rækjuflokkunarvél frá Trio Nexö, Danmörk Umboð ALBATROSS umboðs- og heildverslun Pósthólf 4271 124 Reykjavík Þeir nota Trio Herkules: • Gunnjón GK 506 • Bjarni Ólafsson AK 70 • Eidborg HF 13 • Hafrenningur GK 38 • Patrekur BA 64 Góð greiðslukjör. Aðstoð við fjármögnun. Örugg þjónusta. SALA OG ÞJÓNUSTA Suöarvogi 4,104 Reykjavík Sími: 91-36750

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.