Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 45

Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 45
föstudagur 21. september 45 Vélaverkstæðið Þór Vestmannaeyjum Það er allt 1964 stofnuðu þeir Garðar Gísla- son, Stefán Ólafsson og Hjálmar Jónsson Vélaverkstæðið Þór Vest- mannaeyjum. í upphafi voru störf verkstæðis- ins einskorðuð við hefðbundin vél- averkstæðisstörf, viðgerðir á vél- um í bátum og frystihúsum á staðnum. Vendipunkturinn í starfssemi fyrirtækisins er svo 1966 þegar hugvitsmaðurinn og þúsundþjala- smiðurinn Sgimund Jóhannsson leitaði til verkstæðisins með hug- mynd að humarflokkunarvél. Það var Sighvatur heitinn Bjarnason þáverandi framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum sem styrkti tilraunir og smíði þessarar vélar og er hún var fullþróuð var henni komið fyrir í Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum. Þessi humarflokkunarvél var fyrsta skrefið í samstarfi véla- verkstæðisins Þórs og Sigmunds. Samstarfi sem staðið hefur allt fram á þennan dag. Öryggistæki, svo sem öryggis- loki á línuspil og sleppibúnaðurinn margumtalaði og umdeildi, eru aðeins nokkur þeirra verka sem þeir hafa unnið fram í sameiningu. Steinbítsflökunarvél, sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og garnadráttarvél fyrir humar eru einnig meðal hinna undraverðu tækja sem eru ávextir þessa samstarfs. En alveg eins og störf Sigmunds eru ekki einskorðuð við uppfinn- ingar, eru störf Vélaverkstæðisins Þór ekki einskorðuð við að finna upp og smíða nýjar vélar. Þeir hafa smíðað inn í frystihús bæði í Eyjum og annarsstaðar á landinu. Fiskiðjan Freyja á Suðureyri við hægt Súgandafjörð, sem þótti fullkomn- asta frystihús á landinu er það var opnað, allar vélar voru smíðaðar í Vélaverkstæðinu Þó Vestmanna- eyjum. Þeir hafa einnig tekið þátt í að smíða inn í frystihús Útgerðar- félag Akureyringa á Akureyri. Sá búnaður var hannaður af Bergi Ólafssyni bróður Stefáns. Af þessari stuttu lýsingu má sjá, að þúsundþjalasmiðirnir hjá Þór eru ekki við eina fjölina felldir hvað verkefnaval snertir. Þeirvoru með þeim fyrstu sem fóru að smíða hér á landi úr ryðfríu stáli og með því gjörbreyttist öll vinnu og hreinlætisaðstaða til hins betra í frystihúsum. Og alltaf er verið að vinna að nýsmíðum í þeim tilgangi að auð- velda þau störf sem stunduð eru í sjávarútvegi. Netaafskurðarvél, sem Sigurður Óskarsson og Jón Leósson hafa fundið upp er nú að koma á markað eftir u. þ. b. árs tilraunir. Kemur hún til með að valda byltingu í allri hirðingu neta. Þessar vélar, ásamt framleiðslu á Sigmundsgálganum eru þau verk- efni sem hvað hæst bera í fram- leiðslunni hjá Vélaverkstæðinu Þór í dag. Það vinna 14 járniðnað- armenn hjá fyrirtækinu í dag. Ef ætti að gefa fyrirtækinu eitt- hvað kjörorð, þá myndu þeir sem til þekkja vera fljótir að finna það: Það eru engin vandamál óleysan- leg, það tekur aðeins mislangan tíma að leysa þau. Samstarf Vélaverkstæðisins Þórs Vestmannaeyjum við upp- finningamenn getur talist einstakt í sinni röð og sagan á eftir að skipa þessum mönnum á bekk með helstu brautryðjendum á sviði ör- yggismála í sjávarútvegi. Gunnar Kári Magnússon Frá Vestmannaeyjum HIAB LYFTIR HIAB-kranarnir eru ótrúlega fjölhæfir. Þeir hafa hvarvetna sannað gildi sitt, jafnt á sjó og landi. HIAB-kranarnir lyfta þungu hlassi við flutninga, í byggingarvinnu, við uppskipun eða löndun á fiski. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 35200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.