Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Síða 48

Fiskifréttir - 21.09.1984, Síða 48
48 föstudagur 21. september Utey hf.: Fyrirtækið bíður nú sífellt fjöl- breyttari búnað til sjávarútvegsins „Við seljum ýmiss konar tæki og búnað fyrir báta,“ sagði Ari Jóns- son hjá Útey hf. í samtali við Fiskifréttir. „Fyrirtækið, sem var stofnað 1981, byrjaði fyrst og fremst á að selja bátahitara, en nú er um að ræða mun fjölbreyttara vöruval. Með þessum bátahitur- um, sem eru frá þýska fyrirtækinu Eberspácher, er hægt að uppræta það vandamál, sem raki getur verið um borð í bátum og skipum. Petta er hitablásari með hitastilli og hann hefur verið viðurkenndur af Siglingamálstofnun. í>að er gaman að taka það hér fram, að mörg fyrirtæki vilja helst ekki setja dýr og frekar viðkvæm tæki um borð í báta fyrr en bátahitarinn er kominn um borð. Um gildi hans er það að segja, að hann eyðir lykt í vistarverum skipa og skiptir um loft 10 sinnum á klukkustund.“ Fyrirtækið hefur einnig á boðstól- um Loran C tæki, frá II Morrow í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki hefur langa reynslu í gerð flugleið- sögutækja, en fyrir fimm árum tók fyrirtækið að framleiða leiðsögu- tæki fyrir skip og báta. Petta tæki hefur ýmsa kosti, en þeir sem mestu máli skipta eru, að fyrirferð þess er mjög lítil og frágangur þess þannig að það er engin hætta á skemmdum af völdum vatns. Og síðast en ekki síst er verðið á tækinu, sem nefnt er Avenger III Loran mjög lágt. „Mig langar einnig til að geta sérstaklega um veðurkortaritara, sem við höfum á boðstólum frá Alden í Bandaríkjunum. Slíkir veðurkortaritarar auka mjög á ör- yggi sjófarenda og auðvelda þeim að gera sér glögga grein fyrir væntanlegum veðurbreytingum. Á þeim er hægt að sjá stöðu hæða og lægða í nágrenni við skip á sigl- ingu,“ sagði Ari. Ari greindi frá dýptarmælum sem Útey flytur inn frá fyrirtækinu ECHETEC. Þcir eru mjög smáir og búa yfir þeim grundvallarkosti, að vera tvískiptir, annars vegar er skermurinn og hins vegar stjórn- borðið. Það getur oft komið sér mjög vel, ekki síst í litlum og þröngum stýrishúsum. Þá minntist hann einnig á sjálfstýringar frá SHARP í Bretlandi, en það fyrir- tæki hefur framleitt sjálfstýringar í rúm 30 ár og hefur nú á boðstólum endurbætta útgáfu. Ari greindi frá þjónustu fyrir- tækisins og tjáði blaðamanni með- al annars, að Útey væri í þann mund að hefja sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru að byggja báta. Ari Jónsson í Útey hf. virðir fyrir sér nýjan tölvu skrifara sem Útey flytur inn. Mun fyrirtækið hafa fyrirliggjandi eða panta allar þær vörur sem sá þarf sem ætlar sér að byggja nýjan bát eða lagfæra og breyta gamla bátnum sínum. „Við höfum verið að undirbúa þessa þjónustu og mun hún komast í fullan gang í haust," sagði Ari. „Til dæmis um það sem verður á boðstólum, vil ég nefna til að nefna eitthvað: allar stærðir af pollum, festingar á handrið og stiga, siglingaljós, átta- vita, mæla og mælaborð, lamir og læsingar, glugga og gluggaefni, flotholt og margt fleira. Jú, mig langar til að minnast á ísskápa og eldavélar. Það verða fyrirliggjandi myndalistar hjá okkur og við von- um að þetta auðveldi þeim sem eru að smíða skip og báta störfin," sagði Ari Jónsson hjá Útey hf. að lokum. Á næstunni mun Útey hf. kynna nýtt staðsetningarkerfi fyrir til dæmis skip og báta. Kerfið er frá bandaríska fyrirtækinu II Morrow og byggist á Loran C tækjum. í sérhverju skipi, er sendir tengdur inn á Loran-kerfið og sendir hann stöðugt boð. Móðurtölva í landi tekur við þessum sendingum. Hætti eitt skip að senda, fer mið- stöðin að huga að skipinu og þá tekur mjög skamma stund að stað- setja þau skip sem næst eru þeim stað þar sem sendingar fóru síðast fram. Þá er innan örfárra mínútna hægt að fara að huga að skipi, sem hugsanlega hefur lent í einhverju óhappi. Þessi tækni verður kynnt hér á landi í október og þess má geta, að verðið á hverjum sendi sem þarf að vera í sérhverju skipi er aðeins 10-15.000 krónur á núverandi verðlagi. Þetta er vert athygli fyrir þá sem huga að öryggismálum sjómanna.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.