Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 59

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 59
föstudagur 21. september 59 Plasteinangrun hf•: Plastkassi framtiðar- innar og trollkúla fyrir djúpsævi Hvernig lítur „fiskikassi framtíð- arinnar“ út? Þessari spurningu æti- ar Plasteinangrun h.f. á Akureyri að reyna að svara á sýningunni í Laugardalnum. Hvort þessi kassi er minni eða stærri en sá hefð- bundni, öðru vísi í lögun, eða úr öðrum efnum, skal ósagt látið. Þetta kemur í ljós á sýningunni. Sigurður Jóhannsson sölustjóri Plasteinangrunar sagði í viðtali við fréttamann Fiskifrétta að vitaskuld yrðu hinir hefðbundnu fiskikassar verksmiðjunnar á sýningunni, 70 og 90 lítra PERSBOX-fiski- kassarnir, sem allir þekkja, enda fátt um annars konar kassa í gangi að manni sýnist. En vindum okkur í fréttnæmar nýjungar frá Plasteinangrun. Ný trollkúla, gerð 2080, verður kynnt á sýningunni. Þessi kúla er nokkuð óvenjuleg og hefur verið hönnuð af heimamönnum á Akureyri eftir umræður við skipstjórnarmenn og netagerðarmeistara. Staðreynd er að nú á dögum sækja skipin dýpra og dýpra. Við þetta eykst mjög álag á bobbinga og trollkúlur. Þessar nýju kúlur taka mið af þessu aukna álagi. Gaterígegnum miðja kúluna sem fest er gegnum gatið í höfuðlínu. Þetta er algjör- lega kúlulaga kúla með tveim eyr- um sitthvoru megin og eru þau sterkiega byggð úr massívu plasti. Venjulegar trollkúlur verða fyrir miklum þrýstingi á dýpi, en hin nýja tekur mið að veiðum á dýpra hafi, þrýstingurinn á að jafnast á alla kúluna og evrun halda vel. Að sögn Sigurðar á kúlan að þola 1800 metra dýpi án þess að láta á sjá. Nýja 2080-kúlan hefur verið reynd af Akureyrartogurunum og reynst hið besta Það er staðreynd að enda þótt plastið sé sterkt, þá má einnig ofbjóða því efni cins og öðrum. Þannig getur það orðið, þegar veitt er á miklu dýpi að kúlurnar verða fyrir ójafnri spennu, ójöfnu álagi. Við þrýst- ingsbrevtinguna getur myndast ákveðin þreyta við síendurtekna spennu á sama flötinn, síðan sprungur, sem varla verða greind- ar með berum augum. en eru jafn hvimleiðar fyrir því. Með nýju kúlunni vona þeir hjá Plastcin- angrun að framleidd hafi verið hin rétt trollkúla fyrir djúpsjávarveið- ar. Með Plasteinangrun mun Oddi h.f. á Akureyri sýna kassaklær og ýmsan búnað í móttöku fiskiðju- vera. Einnig mun Per Strpmberg sýna ákveðna vöruþróun í kassa- framleiðslunni, en mikið og gott samstarf er milli hans og Plastein- angrunar h.f. eins og menn eflaust vita. Sigurður Jóhannsson sagði að lokum að sér virtist greinilegt að umgengni um kassana, bæði til sjós og lands, væri núorðið mun betri en gerðist í fyrstu. Menn vissu að plastkassi er verðmæti og á skilið að meðhöndlast samkvæmt því. ' " Mfe* rfíír trrí :o-- Arlega tlyiur Plasteinangrun hf. tugþusundir kassa a erlendan markaö.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.