Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Síða 15
13
Þessi tvö s. 1. ár hafa verið mjög slæm kartöfluár hér um slóðir,
vegna næturfrostanna sem komið hafa á miðjum vaxtartíma. Uþpskera
hefur því verið mjög lítil af flatareiningu, þótt uppskeran hafi verið
nokkuð misjöfn eftir legu garðanna. 1951 var heildaruppskeran um
120 hkg, en 1952 um 90 hkg. 1951 var ekki tekið upp úr 1/4 af garð-
landinu og 1952 var í 1/2 garðlandsins minna lieldur en niður var sett.
Bæði árin var kartöflulandið um 1.5 ha.
1952 var sáð rófum í um 4000 fermetra og spruttu þær sæmilega.
Skemmdir af kálmaðki voru mjög litlar. Púðrað var einu sinni með
Gessaról. Flestar matjurtir náðu sæmilegum þroska 1951, s. s. hvítkál,
blómkál, gulrætur, rauðrófur, næpur og salat, en 1952 náðu gulrætur og
rauðrófur mjög litlum þroska, hvítkál varð einnig mjög lélegt og sömu-
leiðis blómkál.
Gerð var athugun með arfaolíu (Esso Witkiller) til útrýmingar ill-
gresi í gulrótum bæði árin. Virðist mér að með notkun arfaolíu auð-
veldist verulega hirðing gulrótanna, en til þess að halda illgresi alger-
lega í skefjum með arfaolíunni einni saman þarf að sprauta henni yfir
nokkrum sinnum og ekki er ég óhræddur um að hver sprautun dragi
nokkuð tir vexti gulrótanna fyrst á eftir. Einkum virtist þetta koma fram
í sumar. Arfaolían er nokkuð dýr ef sprauta á oft yfir sama stykkið, en
beztur árangur virðist mér af fyrstu sprautuninni áður heldur en grisj-
að er.
Undanfarin tvö ár hefur verið gerð athugun á verkunum gessaról,
til varnar kálmaðki í hvítkáli og blómkáli. Púðrað hefur verið með
8—10 daga millibili yfir aðal varptíma flugunnar, en ekki hefir tekizt
að hindra það að flugan næði að verpa og þrátt fyrir endurtekna púðr-
un, með gessaról hefur kálmaðkurinn verið mjög skæður einkum í
blómkálinu. Aftur á móti virðist mér, að með þvi að vökva tvisvar til
þrisvar sinnum með súblimatvatni megi að miklu leiti koma í veg fyrir
eyðileggingu af völdum kálmaðksins í hvaða ári sem er.
d. Grastegundir og frœblöndur.
Vorið 1952 var byrjað á tilraunum með einstakar grastegundir og
nokkrar fræblöndur. Einstökum grastegundum var sáð í 20 ferm. reiti
með fjórum endurtekningum, og grasfræblöndurnar eru líka í 20 ferm.
reitum, en með 7 endurtekningum. Reitirnir eru 2 X1 m og komið
fyrir eftir raðaaðferðinni. Sáð var 26. júní. Tilraunalandið er flagmói
leirkenndur, sem bi'iið var að forrækta í eitt ár með hafra grænfóðri.