Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Qupperneq 20
18
Tilraun með dreifingartíma d ammoniumnitratáburði. Nr. 3, 1949.
Uppskera hey hkg/ha Meðaltal
Dreifingartími 1951 1952 fjögurra ára Hlutföll
a. Enginn N-áburður......... 24.5 17.0 26.33 42
b. 1. dreifingartími......... 70.9 42.8 62.96 100
c. 2. dreifingartími ......... 59.8 41.0 57.74 91
d. 3. dreifingartími....... 62.9 47.0 56.59 90
e. 4. dreifingartími....... 50.5 47.4 57.14 90
Á alla liði var borið jafnt, nema á a-lið, 83 kg N, 54 kg P og 60 kg
K. 1. dreifingartími var 1951 19. maí, en 1952 10. maí. Var þá 10—15 cm
ofan á klaka og aðeins að byrja gróðurvottur. Á milli dreifingartíma hafa
verið 8—12 dagar. Fjórði dreifingartími var 1951 12. júní, en 1952 26. júní.
Kalskemmdir voru bæði árin, en þó enn meiri 1952. Það var áberandi
1951, að kal greri mikið fyrr, þar sem fyrst var borið á, en aftur á rnóti
virtist enginn munur á því 1952, og eru 1. og 2. dreifingartími með niinni
uppskeru en 3. og 4., þrátt fyrir það, þótt ekki væri borið á e-;ið fyrr en
26. júní. Slegið var tvisvar sinnum bæði árin.
Tilraun með yfirbreiðslu á mykju. Nr. 6, 1952.
Áburður kg/ha Uppskera hey hkg/ha 1952 Hlutföll
a. 20 tonn mykja, 30 P, 30 K 10.93 39
b. 20 tonn mykja, 40 N 28.48 100
c. 20 tonn mykja, 55 N 28.05 99
d. 100 N, 42 P, 102 K 54.75 193
Tilraun þessi er gerð á gamalræktuðu túni, nokkuð leirkenndu og
fremur röku. Það kól verulega sl. sumar. Húsdýraáburðurinn var borinn
á í maí, en gekk mjög illa niður í reitina og virtist ekki koma nema að
mjög litlum notum. Tilraunin var slegin aðeins einu sinni. Reitastærð
er 7.07 X 7.07 = 50 m2. Uppskerureitir 25 m2. Samreitir 4. Tilgangurinn
með þessari tilraun er að gera samanburð á ákveðnu magni af mykju og
mismunandi skömmtum af N-áburði til viðbótar. Notað var ammonium-
nitrat.