Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Síða 24
22
Nöfn afbrigða 1951 1952 Meðaltal Ár Meðaltal Hlutföll
Furore 20.0 20.0 í 20.0 11
Gaffin 43.3 43.3 í 43.3 24
Lennon 7.5 7.5 í 7.5 4
Byrne 65.0 65.0 í 65.0 35
Afbrigðatilraunum með kartöflur hefur jafnan verið hagað þannig,
að reitastærð hefur verið 10 m2 eða 1 X 10 m, tvær raðir í hverjum reit,
og 3 kartöflur á metra, eða 60 kartöflur alls í reit. Samreitir hafa verið
2—4. Þessi tvö ár hafa tilraunirnar verið í ágætum garði (Neðri-Kinnar-
garði). Árið 1951 stöðvaðist vöxtur alveg 8.-9. september, en gras hafði
skemmzt áður um sumarið, 12 og 13. ágúst. Arið 1952 gjörféll grasið 28.
og 29. ágúst. Árið 1951 voru fengin þrjú ný afbrigði frá Danmörku, Pri-
mula, Vera og Arron Pilot. Engin þessara tegunda virðist vera líkleg til
að hafa verulega þýðingu hér, nema ef til vill Primula. Ben Lomond
hefur haft mjög háa smælkisprósentu þessi köldu ár, og einnig hafa rauð-
ar íslenzkar verið mjög langt niðri með uppskeru. Green Mountain og
Dir. Johanson liafa reynzt allvel þessi ár, og sérstaklega er smælkispró-
sentan lítil, eða 9—10%. Árið 1952 voru tekin upp í tilraunir fjögur af-
brigði, Furore frá Hornafirði, og þrjú írsk afbrigði, Lennon, Gaffin og
Byrne. Ekkert þessara afbrigða sýnir yfirburði. Sett var niður 8. og 9. júní
1951, og tekið upp 28. sept.—3. okt. — Árið 1952 var sett niður 7.-8. júní
og tekið upp 29. og 30. sept.
í landið var borið bæði árin um 30 tonn af kúamykju, 120 kg K, 90
ko- p osr 67 kar N, sem ammoniumnitrat. Smælki var sorterað á 30 mm
o o o 7
sikti. Kartöflurnar voru yfirleitt mjög heilbrigðar.
Uppskeran 1952 er sennilega einhver allra minnsta kartöfluuppskera
í tilraunum, sem kömið hefur frá því fyrsta, miðað við þær ræktunarað-
ferðir, sem nú tíðkast, enda er það að vonum, þar sem sprettutíminn er
ekki nema um 80 dagar.
4. Starfsskýrsla.
a. Framkvœmdir 1951 og 1952.
Helztu framkvæmdir 1951 voru þær, að byggt var geymsluhús, 8.5 X
17.5 m að flatarmáli, með steyptu gólfi og lofti. Hæð undir loft á neðri
hæð er 2.5 m, vegghæð á efri hæð 1.8 m og ris um 5 m, miðað við gólf á
efri hæð. Allt húsið er um 850 rúmmetrar. Neðri hæðin er liólfuð í tvennt,
fyrir kartöflugeymslu og bílgeymslu. Kartöflugeymslan á að rúma um