Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Síða 26
24
b. Búið.
Litlar breytingar hafa verið á kúabúinu og gripafjöldi líkur og áður.
Árið 1951 voru á búinu 30 gripir, þar af 22 kýr. Árið 1952 voru líka 30
gripir, en þar af 24 kýr. Þrír hestar voru bæði árin á búinu.
Mjólkurinnlegg í Mjólkursamlag K. E. A. var sem hér segir: p
Árið 1951 .............. 42.447 lítrar 149.325 fitueiningar
Árið 1952 .............. 55.999 - 201.354 -
Heimamjólk var áætluð hvort ár um sig 5000 lítrar.
Bezta kýrin í fjósinu bæði árin var Gráskinna, nr. 60. Hún mjólkaði
árið 1951 4.379 lítra, með 5.28% fitu, eða 23.121 fitueiningar. Árið 1952
mjólkaði hún 3759 fitueiningar, með 4.35% fitu, eða 16.352 fitueiningar.
Hún bar 29. nóv. og var lengi veik.
Heyskapurinn nægði bústofninum bæði árin, en um heysölu var hins
vegar ekki að ræða.
Undanfarið hefur verið um töluverða sumarbeit að ræða í hólmum
Eyjafjarðarár, þeim er Akureyrarbær hefur yfir að ráða, en vegna flug-
vallargerðar, sem byrjað var á síðastl. vor, hefur beit þar mjög minnkað,
því að fjöldi búpenings var hinn sami síðastl. sumar og verið hefur að
undanförnu. Má því gera ráð fyrir, að þessi beit verði ekki til mikilla
nota í framtíðinni og því verði að taka meira af ræktuðu landi til sumar-
beitar.
Hinn 1. júní 1951 lét Kristdór Vigfússon af störfum sem fjósameistari,
en við tók Björn Jónsson frá Hrappsstöðum, og hefur hann gegnt því
starfi síðan. Kristdór starfar hér áfranr við Tilraunastöðina sem ráðs-
maður.
c. Athuganir d votheysgerð.
Á síðastliðnu sumri var fengið hingað að Tilraunastöðinni til reynslu
efnið KOFA, en efni þetta er fundið upp af þýzkum prófessor, að nafni
G. Peiffer, starfandi við liáskólann í Bonn. Salt þetta samanstendur af
calciumsalti maurasýrunnar (calcium formiat) og örlitlu magni af natr-
ium nitrati. Efni þetta er gráleitt duft, og er því blandað saman við
heyið í votheysgryfjunni eða því er blandað saman við lreyið, áður en
því er kastað inn í gryfjuna. Hér á Tilraunastöðinni var það haft þannig,
að því var dreift (3—4 sinnum) yfir heyið á heyvagninum, jafnóðum og
heyinu var mokað í lieyblásara, sem blés því inn í votheysgeymslurnar.
Virtist KOFA blandast mjög jafnt saman við heyið á þennan liátt. Með
þessari aðferð voru verkaðir síðastl. sumar um 200 hestar af seinnisláttar-
töðu og liöfrum. Það, sem búið er að gefa af þessu heyi um áramót, hefur