Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 28
II. Starfsskýrsla Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum
árin 1951 og 1952.
SIGURÐUR ELÍASSON
1. Veðurfar.
a. 1951.
Janúar til apríl: Norðaustan- og norðanátt var ríkjandi þessa mánuði
og festi snjó lítt á jörð. Frost voru nokkur, einkum í marz og apríl. Þann
17. janúar gerði blota og upp úr því áfreða, sem heita mátti að stæði til
22. apríl. Urkoma var nokkuð mikil í janúar (74 mm) en sáralítil hina
mánuðina.
Maí til september: Maí byrjaði með kuldum, og gerði frost þann 6.
og 7. Hlýnaði þá aftur, og 10. maí rigndi vel (21 mm), svo að vorgróður
byrjaði upp úr því. Síðari hluti mánaðarins var fremur blýr. Þó var ekki
hægt að setja niður í garða fyrr en um mánaðamótin maí og júní vegna
klaka, sem í mýrum hélzt fram í júlí. Júni, júlí, ágúst og september voru
í meðallagi hlýir, en mjög þurrir, svo að spretta varð fremur rýr. Mikið
ba rá kali, einkum í nýrækt, og kom það illa við tilraunastarfsemina, eins
og síðar mun að vikið. — Frost voru engin í september, og bjargaði það
mikið uppskeru garðávaxta.
Október til desember: Hlýindi héldust til 17. október, en þá gerði
nokkurt frost, sem stóð til 26. Brá þá aftur til hlýinda, sent héldust fram
yfir miðjan nóvember. Ur því var fremur rysjótt tíð til áramóta. Úrkoma
var mikil í október (89 nrm) en lítil í nóvember (16 mm).
b. 1952.
Janúar til apríl: Janúar var kaldur, fremur þurr og miklir áfreðar,
og hélzt það fram til 16. febrúar. Þann 19. febrúar rigndi geysilega (63.3