Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Síða 38
3G
3. Framkvæmdir.
a. Árið 1951.
Helztu framkvæmdir á árinu 1951 voru þær, að ræstir voru fram með
skurðgröfu um 50 ha af landi Tilraunastöðvarinnar, brotnir 5 ha lands
og sáð í þá grasfræi. Þá var endurbætt og gerð jeppafær Sjávargatan (um
2 km). Kom þar á móti framlag úr sýslusjóði. Girtur var með 6 strengja
gaddavírsgirðingu allur suðurhlutinn af landi Tilraunastöðvarinnar og
endurbættur aðliggjandi hluti af landamerkjagirðingu að Miðhúsum.
Lagt var rafmagn í útihúsin (5 kw jarðstrengur).
Af vélum og verkfærum var keypt á árinu: 1 mjaltavél, 1 Landrover-
bifreið, 1 kartöfluniðursetningarvél fyrir „Ferguson“, 1 þvagdreifitæki
(800 1 tunna með dreifara), l úðadæla, 1 duftdreifari o. fl. Ennfremur
þvottavél, hrærivél og bónvél og ýmsir smáhlutir fyrir mötuneytið.
Af minni háttar framkvæmdum má nefna: Settar voru niður um 1300
plöntur í skjólbelti, málað þakið á íbúðarhúsinu, steypt kæliker í mjólk-
urherbergi í kjallara, breytt skólpleiðslu frá eldhúsi, undirbúin sntíði á
rörhliði, steyptir niður snúrustaurar úr vinkiljárni, grafnar tvær vot-
heysgryfjur o. fl.
Onnur votheysgryfjan var grafin í tilraunaskyni. Er það skurðgryfja,
grafin inn í bakka. Var hún grafin með vélskóflu og jöfnuð á eftir með
handverkfærum. Jarðvegur smágerð möl. Stærð gryfjunnar er: lengd 6 m,
breidd 2 m og dýpt 1.8 m. Þeim enda gryfjunnar, sem opinn er, var lokað
með timburfleka.
Settir voru í gryfjuna um 40 hestburðir (miðað við þurrt hey) af gras-
þurri, lítið eitt arfablandinni há. Var gryfjan þá full. Síðan var látið
hitna í heyinu upp í ca. 50° C., og þar sem ekki var til gras til þess að
bæta á gryfjuna, var hún tyrfð, og síðan ýtt yfir 60—70 cm þykku moldar-
og malarlagi. Pressaðist heyið þá vel saman og hitinn hljóp tir því.
Heyið var gefið kúm fyrrihluta vetrar og reyndist prýðilega verkað
sem sœthey. Enginn teljandi úrgangur varð úr heyinu (um hálf sáta).
Tilgangurinn með athugun þessari var að reyna að fá vitneskju um,
hvort hægt væri að ráðleggja bændum þessa heyverkunaraðferð sem
bráðabirgðaúrlausn í óþurrkasumrum, þar sem ekki eru tök á að koma
upp steyptum gryfjum samsumars.
Sé þess gætt, að láta hitna hæfilega mikið í heyinu áður en bætt er á,
annað hvort nýju heyi eða fargi (sem verður að vera minnst 600 kg/m2),
hika eg ekki við að rnæla með þessari aðferð sem bráðabirgðaúrlausn í
erfiðri heyskapartíð. Tel ég heldur ekki frágangssök að handgrafa gryfj-