Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 39

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 39
37 urnar, ef sæmilegt er að grafa og ekki þarf að taka langan tíma að hand- moka yfir gryfjurnar. Vitanlega eru gryfjurnar eftir því hagkvæmari, sem þær eru dýpri. Hitt er svo annað mál, að landslag og aðstaða við að gefa úr slíkum gryfjum, geta útilokað framkvæmdina. Ennfremur verða menn að gera sér það ljóst, að ending á skurðgryfjum er tæplega nema 1—3 ár, eftir því hvað jarðvegurinn er þéttur. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að koma upp stofni að ís- lenzkum gulrófum. Var sáð fræi af stofni Ragnars Ásgeirssonar vorið 1951, og fengust upp af því 19 tunnur af rófum. Þar sem frærækt, sem nokkru nemur, er útilokuð á Reykhólum vegna storma, var leitað hófanna um að fá rófurnar framræktaðar annars staðar. Samdist að lokum við Stefán Árnason, Syðri-Reykjum, Biskupstungum, um að hann tæki að sér fræ- ræktina. Stefán treystist þó ekki til þess að taka nema 4 tunnur, og var afgangurinn því seldur til neyzlu. Þegar þetta er ritað, er enn ekkert vitað um afdrif gulrófnanna. Framlag ríkissjóðs á árinu var: Til framkvæmda................ kr. 85.Ó00.00 Til rekstrar.................. - 100.000.00 b. Árið 1952. Eins og reikningar Tilraunastöðvarinnar bera með sér, voru áhvílandi skuldir um áramótin nær því 160 þúsund kr., en framlag ríkissjóðs til framkvæmda nam ekki nema 100 þús. kr., og gengu þær vitanlega óskipt- ar til niðurgreiðslu skuldarinnar. Af þeirri ástæðu voru athafnir litlar. I stórum dráttum voru framkvæmdirnar eftirfarandi: Lokið var við að ræsa með opnum skurðum það, sem áformað hafði verið árið áður, en ekki unnizt tími til þá. Voru grafnir 2035 m3. Jafnað var úr rnðningi á 15 ha. Jarðabætur voru ekki aðrar, því að ekki hefir ennþá tekizt að fá jarð- ýtu hingað til kílræsingar, en landið er of rakt til ræktunar eins og það er. Þá var steypt rörhlið í heimreið Tilraunastöðvarinnar, sett upp ljósa- stæði í íbúðarhúsinu, nýjar vængjahurðir á verkfærageymslu (vegna að- fennis að þeim, sem fyrir voru). Færð var út og aukin girðing í norður- hluta landsins, og er nú allt land Tilraunastöðvarinnar girt, að undan- tekinni rönd með sjó fram og landhólmar þeir, sem stöðinni tilheyra. Þá var endurbættur sá hluti landamerkagirðingarinnar að Miðhúsum, sem ekki var lagfærður í fyrra. Ennfremur voru settir niður vermireitir (42 m2) og smíðaðir nokkrir útsæðiskassar. Af verkfærum var keypt á árinu: 1 rafdæla (til þess að dæla heíta vatn-

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.