Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 41

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 41
Auk þess ýmsir garðávextir — aðallega til heimilisnota — svo sem: livítkál, blómkál, rauðkál, grænkál, gulrætur, salat, hreðkur o. fl. Höld á búpeningi voru góð, en sumarnytjar lélegar vegna of léttrar beitar og kulda. Nokkur vanhöld urðu á sauðfé, og var það af völdum Hvanneyrarveiki og sjávarhættu. Eyjar þær, sem tilheyra Reykhólum, en landnám ríkisins hefur nú umráð yfir, voru teknar á leigu fyrir 3000 kr. yfir árið. Þær gáfu af sér: 20.03 kg af æðardún (miðað við fullhreinsað), 37 vorseli, 21 haustsel, á- samt ofurlitlu af eggjum, fugli (skarfsungum) og beit. Nytjar eyjanna urðu dýrar, þar setn leigja þurfti báta og kaupa ný selanet. b. Arið 1952. Kýr voru flestar 8, en var fækkað um haustið niður í 5. Allir kálfar voru settir á um veturinn, og var nokkuð innlegg í þeim í haust. Gengu þeir í eyjum í sumar, og lánaðist það vel, þrátt fyrir þurrkana. Félags- nautið var á fóðrum í Tilraunastöðinni allt árið. Nytjar af kúnum voru rnjög lélegar í sumar, aðallega af völdum þurrkanna (framræsta landið spratt mjcig lítið), og sennilega eitthvað af mistökum með mjaltavélina. Sauðfénu var fjölgað í haust, en lnisleysi setur því stöðugt hömlur. Verður að hafa það í saggafullum skúr (þeim, sem reistur var, þegar íbúðarhúsið var í smíðum). Á fjárhagsáætlun fyrir 1953 var tekin upp, með samþykki Tilraunaráðs jarðræktar, fjárhúsabygging, en eftir þehn fregnum, sem borizt liafa um fjárveitingu til framkvæmda á árinu 1953, er borin von, að það komizt í framkvæmd. I vetur (1952—53) eru á fóðrum 44 ær, 45 gimbrar, 6 hrútar og 7 fóðrakindur. Vanhöld urðu nokkur á árinu af sömu orsökum og 1951. 1 haust var keyptur 5 vetra hrútur af Sturlaugi Einarssyni, Mttla við Isafjörð, fyrir kr. 1700.00. Er hér um óvenjugóða kind að ræða og bundn- ar við hann nokkrar vonir, einkum þar sem til eru nokkrar ágætar ær. Þá er einnig til hrútur á öðrum vetri, heimaalinn, sem lofar góðu. I haust voru seldir frá Tilraunastöðinni tveir I. verðlauna hrútar og einn II. verðlauna hrútur. Er nú lagt kapp á að kynfesta sauðfjárstofninn. Féð er allt kollótt, og þeir hrútar, sem notaðir hafa verið, eru allir, beint eða óbeint, ættaðir frá Múla. Um áramótin var hleypt af stokkunum fóðrunartilraun með 40 lömb. Er það á vegum Tilraunaráðs búfjárræktar. Eins og fyrr getur, var spretta á ttinum mjög léleg síðastliðið sumar,

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.