Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 42
40
bæði vegna kals og þurrka. Af allri nýrækt Tilraunastöðvarinnar (10.3 ha)
fengust aðeins 225 hestburðir af töðu, eða um 22 hestar af ha. Nýtingin
varð aftur á móti ágæt. Um 3.5 kýrfóður voru sett í vothey. Keypt var
nokkuð af grænfóðri af landnámi ríkisins.
Garðrækt var á 1.4 ha, og brást luin að því leyti, að aðal-kartöflugarð-
urinn (0.75 ha) var gjörsamlega ónýtur. Voru settar niður í hann 17
tunnur en teknar upp 24 tunnur af nothæfum kartöflum.
Framleitt var á árinu:
16.225 lítrar mjólk,
310 kg lambakjöt (öll gimbrarlömb sett á),
130 kg annað sauðfjárkjöt,
620 kg kýrkjöt,
485 kg kálfskjöt,
24 tunnur kartöflur,
55 tunnur gulrófur,
225 hestar taðá,
140 hestar úthey fþar af 40 hestar eyjataða).
Auk þess ýmiss konar grænmeti til heimilisnota og lítils háttar til sölu.
Eyjarnar voru leigðar með sömu skilmálum og árið 1951 og gáfu af
sér 24.7 kg æðardún, 35 vorseli, 78 haustseli, auk lítilsháttar af fugli (lunda
og skarfsungum) til matar. Þá var heyjað nokkuð í eyjunum (um 200
hestburðir) og var það mest lánað.
Að síðustu má geta þess, að nokkuð var unnið út á við með dráttar-
vél Tilraunastöðvarinnar (fyrir rúmlega 14 þús. kr. brúttó), og svipuð
upphæð fékkst fyrir akstur á bílnum út á við. Lætur nærri, að Tilrauna-
stöðin hafi liaft vinnu vélanna heimafyrir ókeypis. Annað getur þó orðið
uppi á teningnum, þegar vélarnar fara að ganga úr sér. En óneitanlega
skapast með þessu móti nokkurt veltufé, sem ekki væri fyrir hendi að
öðrum kosti.
Síðan 1948 hefur tilraunastöðin haft á hendi benzínafgreiðslu fyrir
Kaupfélag Króksfjarðar. Salan hefur aukizt jafnt og þétt, en er áfram
lítil, eins og gefur að skilja á jafn afskekktum stað. Síðastliðið ár námu
sölulaunin rúmlega 2000 krónum. Samkvæmt ósk Kaupfélagsins var
benzíngeymirinn yfirfærður á nafn tilraunastjóra um áramótin 1952—53,
en ágóðinn rennur áfram til Tilraunastöðvarinnar.