Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 44

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 44
42 snjóa, og hélzt það tíðarfar fram til 11. desember, en þá tók við þíðviðri fram að 22. des. Eftir það dyngdi niður snjó til áramóta, og tók þá mjög fyrir allar samgöngur. Hross og sauðfé tekið á gjöf fyrri hluta mánaðarins. Arið 1951 má telja í heild erfitt á ýmsa lund. Veturinn var kaldur og snjóasamur. Vorið kalt í byrjun, en hlýrra þegar á leið. Klaki var í jörð fram á sumar. Mikil brögð voru að kali í túnum. Sumarið var fremur hlýtt, en lítil grasspretta. Nýting alls jarðargróða varð með bezta móti. Haustið og fram til áramóta var fremur hagstætt. b. Árið 1952. Veturinn, frá nýjári fram að apríl, var snjóa- og frostasamur í byrjun, en hlýtt í marz, og varð þá svo þíð jörð, að jarðvinnsla hófst seinast í mánuðinum. Vorið (apríl—maí) var í meðallagi hlýtt og úrkoma í meðallagi. — Kornsáning hófst 23. apríl, og var henni lokið 3. maí. Maímánuður var tæplega í meðallagi hlýr, enda sólarlítið. Klaki fór úr jörð um miðjan mánuðinn. Sauðburður gekk vel. Lítill gróður kom í mánuðinum. Kart- öflur voru settar niður dagana 25,—30., eða í seinna lagi. Sumarið (júní—september). Júní var þurrviðrasamur og í meðallagi lilýr, og tíðarfar sólríkt. Allur gróður var skammt á veg kominn í júnílok. Seint kom upp í görðum vegna þurrkanna. Gefa varð kúm fram að jóns- messu vegna grasleysis. Júlímánuður var kaldur og þurr. Grasspretta var undir meðallagi, og sláttur hófst víðast hvar ekki fyrr en um og eftir 20. júlí. Ágúst var mun kaldari en júlí, en tíðarfarið þá svipaði annars mjög til hans. Grasfræ varð fullþroskað um 20. ágúst. Bygg náði ekki þroska í mánuðinum. Heyskapartíðin var ágæt, og var heyöflun langt komið víðast livar í ágúst. Nóttina milli 27. og 28. ágúst gerði allmikið nætur- frost, er skemmdi kartöflugras og tók að mestu fyrir þroskun á byggi og höfrum. Septembermánuður var sólríkur og þurr. Hiti fyrir neðan meðal- lag. Kornskurður hófst 15. september, og lauk honum í mánuðinum. Varð nýtingin góð. Kartöflur voru að mestu teknar upp í september, en víðast varð lítil uppskera. Heyskap var lokið 10.—15. september. Haustið (október—nóvember). Fyrri lilutinn var mildur og fyllilega í meðallagi hlýr og svipaði til sumarsins um þurrviðri. Öllu korni var ekið í liús 15.—23. október, vel þurru úr stökkum. Nokkuð var veðrasöm tíðin, en ekki stórveður, og má telja veðráttuna hagstæða. Kýr víðast hvar teknar inn 25,—30. október. í nóvember voru stillur og hægviðri. Fyrsta frost kom þann 6. nóv. og stóð í nokkra daga. Svo kom aftur frost þann 21., og enn í lok mánaðarins. Úrkoman var talsverð, einkum hríð. — Um

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.