Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 51

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 51
4!) Ein áburðartilraun var gerð sumarið 1951 á Geitasandi á Rangár- völlum á graslendi fullgrónu, þar sem túnvingull, sveifgrös og vallarfox- gras voru ráðandi jurtir. Jarðvegurinn var áður örfoka malarsandur, mjög ófrjór, en sáð var þar árið 1950 blöndu af fyrrnefndum grastegund- um. Tilraunin er gerð í sumri, sem var sérstaklega þurrviðrasamt, og auðsjáanlega hefur vatnsskortur hamlað mjög sprettu. Áburðinum var dreift 8. júní, en slegið var 29. ágúst. Tilraunin er með vaxandi köfnunar- efni. Grunnáburður var 60 kg K og 80 kg P. Árangurinn fer hér á eftir: Uppskera hey hkg/ha Tilraunaliðir 1951 a. Ekkert N ..................... 0.0 b. 60 kg N ..................... 9.9 c. 90 kg N .................... 12.8 d. 120 kg N .................... 10.3 Þar sem ekkert var borið á af köfnunarefni, varð engin uppskera þrátt fyrir kalí og fosfóráburð, og sýnir það Ijóslega, hve jörðin var ófrjó, því að á venjulegum jarðvegi gefur áburðarlaust alltaf dálitla uppskeru. Uppskeran fyrir N-áburðinn er mjög lítil og langt fyrir neðan það, sem venjulega fæst fyrir tilsvarandi áburð, til dæmis á móa- eða valllendistúni. Þessi tilraun sýnir, hve mögur sandmalarjörð er og óörugg til túnræktar, ef miklir þurrkar ganga. Þess má geta, að áburðinum var dreift seint, og sennilega hefði fengizt meira fyrir áburðinn, ef honum hefði verið dreift þremur vikum fyrr, en reynslan hefur sýnt, að nauðsynlegt er að bera nokkru fyrr á sandjörð en hér hefur verið gert. Endurrœktunartilraun. Nr. 10, 1950. Tilraunin er gerð á 16 ára gömlu harðvellismóatúni, með alinnlend- um gróðri að mestu leyti: Sveifgrösum, vingli og língrösum. Tilraunaliðir: a. Tún óhreyft í 24 ár, 18 snrál. búfjáráburður 3. hvert ár. b. Tún plægt 6. hvert ár, 36 smál. búfj.áb. plægður niður 6. lnert ár. c. Tún plægt 8. hvert ár, 48 smál. búfj.áb. plægður niður 8. hvert ár. d. Tún plægt 12. hvert ár, 72 smál. búfj.áb. pl. niður 12. hvert ár. 4

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.