Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Qupperneq 52
50
Uppsk. hey hkg/ha Meðaltal Hlutfall
Tilraunaliðir 1951 1952 3 ára 3 ára
a. Túnið óhreyft 24 ár . . 32.2 53.1 41.1 100
b. Túnið plægt 6. hvert ár .... . . 32.2 68.3 42.4 103
c. Túnið plægt 8. hvert ár .... 31.9 75.5 45.8 111
d. Túnið plægt 12. hvert ár . . . 31.6 75.8 47.0 114
Eftir árum fær hver liður jafnan áburð. Þegar a-liður fær 18 smál. 3.
hvert ár, fær sá liður 40 kg köfnunarefni á ha, en 2. og 3. ár 70 kg N. Á
alla liðina er árlega borið 60 kg K20 og 60 kg PoOg á ha. — Vorið 1951
hafði b, c og d-reiti kalið töluvert, svo að gróður varð gisnari en efni
stóðu til liaustið 1950, en þá voru allir liðirnir vel grónir. Tvö síðustu
árin hefur tilraunin öll verið tvíslegin. Nú sl .sumar höfðu allir reitirnir
náð sér og voru þétt grónir, enda varð uppskeran mjög jöfn milli sam-
reita, og endurræktunin virðist korna með tiiluverðan vaxtarauka. Hins
vegar verður ekki séð af tilrauninni ennþá, hver ávinningur verður af
endurræktun gamalla túna.
Kalksaltpétur á mismunandi áborið tún.
Eftirverkun 7 ár. Gerð á harðvellismóatúni. Þessi tilraun hófst 1941
og stóð til 1945 með útþvotti af mismundandi magni af mykju.
Uppskera hey hkg/ha Meðalt. 7 ára með Hlutf. Uppskera
Tilraunaliðir 1951 1952 500 kg kalks. á ha 7 ár 1941-45
a. Enginn áburður .... 15.6 32.6 34.8 73 31.2
b. 22 smál. lraugur, dr. . 28.5 36.8 47.6 100 47.4
c. 22 smál. haugur, útþ. 32.2 39.6 49.7 104 54.4
d. 11 smál. haugur, útþ. 27.4 .38.7 45.9 96 45.3
e. 5.5 smál. haugur, útþ. 27.9 34.7 42.4 90 39.9
Þessi tilraun var gerð til þess að rannsaka, hvað útþvegin mykja gæfi
mikið meiri uppskeru en venjuleg yfirbreiðsla. Varð reyndin sú, að út-
þvegin mykja gaf 15% meira hey en venjulega áborin mykja. Nri hafa í
sjö ár árlega verið borin á 500 kg kalksaltpétur á ha á alla liðina, a—e.
Enn virðist vera munur á liðunum þannig, að ritþvegin mykja gefur mest
hey, en auðsjáanlegur steinefnaskortur virðist nú kominn í ljós. Heyið er
dökkgrænt, lint og létt í sér. Hins vegar er uppskeran allsæmileg, en þó
ekki meiri en 2/s af því, sem þetta köfnunarefnismagn gefur af sér, þar
sem gefinn er fullgildur áburður, og inniheldur öll þrjú næringarefnin.