Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 61

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 61
59 Útsceði jrá þremnr jar'ðvegstegnndum. Árið 1947 var byrjað á tilraunum með útsæði frá þremur jarðvegs- tegundum. Gullauga og Ben Lomond voru valin og þau ræktuð á moldar- jarðvegi, sandjarðvegi og mýrarjarðvegi. Utsæði beggja afbrigðanna var svo borið saman á sandjörð. Tilraunir þessar hafa ekki borið þann ár- angur, sem í fyrstu var búizt við. Það virðist ekki vera mikill munur á því, á hvaða jarðvegi útsæðið hefur verið ræktað. Meðaltal fimm ára hefur orðið þannig: Uppskera hkg/ha Smælki hkg/ha Nothæfar hkg/ha Hhitföll Gullauga: Moldarjarðvegur . 126.4 21.8 104.6 100 Sandjarðvegur . . . 121.3 22.0 99.3 96 Mýrarjarðvegur . . 111.8 22.6 89.2 90 Ben Lomond: Moldarjarðvegur . 179.2 22.5 156.7 100 Sandjarðvegur . . . 197.0 23.5 173.5 110 Mýrarjarðvegur . . 182.7 24.5 158.2 102 Að rækta útsæði á mýri virðist ekki hafa reynzt betur til vaxtar árið eftir en útsæði ræktað á mo’darjarðvegi og sandjörð. Má því ætla, að út- sæðisræktun kartaflna geti eins farið fram á sandjörð eins og öðrum jarð- vegstegundum, ef þess er gætt, að hafa heilbrigðar kartöflur til ræktunar. 3. Starfsskýrsla 1951 og 1952. a. Biiið. Rekstur búsins á Sámsstöðum og öll tilraunastarfsemi þar hefur verið með líkum hætti og áður. Árin 1951 og 1952 hafa reynzt á margan hátt fremur erfið til búrekstrar, vegna verri veðráttu en undanfarin ár, og svo vegna vaxandi dýrtíðar. Stofnframkvæmdir hafa orðið litlar. Bæði árin hefur ræktunarland stöðvarinnar aukizt um 6 ha. — Lagt hefur verið rafmagn frá Soginu í öll hús, og kostaði það um 50 þúsund krónur. — Verkfæraeignin hefur lítið aukizt. Keypt. var ein mótorsláttuvél, og kostaði hún rúmar 4 þús. krónur. Er hún ætluð til þess að nota við slátt á tilraunareitum. Þá var sett ný olíukynding í bæði íbúðarhús stöðvarinnar (olíubrennari). Gamla kartöflugeymslan, sem byggð var 1939, var rifin og endurbyggð nú síðast-

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.