Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 68
mjög erfiðlega vegna þoku. Haustið var gott, milt, með nokkrar úrkomur,
einkum fyrra hluta október. Hvert stórflóðið eftir annað kom í árnar.
Allhörð frost og nokkur snjókoma til fjalla var frá 20.—25. október, en
þá batnaði aftur, og héldust hæg veður með frostleysum fram undir 20.
nóvember. Síðustu viku nóvember voru nokkur frost, en þó snjóaði lítið
fyrr en um mánaðamótin, og fyrstu viku desember voru hríðar, með
talsverðri snjókomu, og komst frostið upp i 16° hinn 10. desember. Þá
hlýnaði sncigglega og gerði góða hláku. Úr því var allgóð tíð til áramóta,
en gerði þó krapasletting í árslokin, sem spillti jörð nema á Nesinu.
Fjallið varð svo svellað, að hættulegt var fyrir fé, enda illt á jörð þar.
Féð var tekið til hýsingar 27. nóvember. Sauðfé var gefið hér talsvert
hey fram til 10. desember, en úr því lítið sem ekkert fram um áramót.
Síldarmjöl var þó alltaf gefið daglega, ca. 50 g á kind.
Yfirlit um hita og urkomu á Hallormsstað.
Meðalhiti C° Urkoma i mm
1947 1951
Janúar 3.8 -4-3.2
Febrúar -4-3.8 -4-1.7
Marz -4-6.2 -4-5.1
Apríl 0.4 ^2.5
Maí 8.5 6.6
Júní 9.0 8.8
Júlí 12.0 10.3
Ágúst 12.7 9.5
September 7.5 8.0
Október 4.9 5.7
Nóvember -4-1.4 0.4
Desember -4-1.9 -4-1.3
Allt árið 3.8 3.0
Maí—september .... 9.9 8.6
Hitamagn maí-sept. . 1524 1322
1952 1947 1951 1952
-f-2.5 26.5 52.5 139.9
-4-0.7 37.5 107.9 42.7
0.8 9.7 45.6 35.8
2.6 36.8 84.9 31.8
4.7 16.5 12.9 12.3
5.9 33.0 12.7 9.9
10.4 75.6 34.8 15.0
8.5 14.7 52.3 23.7
6.8 51.8 83.0 18.4
5.6 46.5 82.3 123.1
1.0 79.4 37.6 12.4
0.3 35.6 164.8 91.6
3.6 463.6 771.3 556.6
7.3 1113 191.6 195.7 79.3
í síðustu skýrslu vantaði veðuryfirlit yfir árið 1947, og er það þess
vegna tekið hér með, en sumarið 1947 er með hlýjustu og beztu sumrum,
sem komið hafa á Fljótsdalshéraði, en frá þeim tíma má segja að verið
hafi samfellt harðindaárferði hér um sveitir.