Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 70
68
síðari nóttina, og gjörfelldi það kartöflugras víða og stórskemmdi alls
staðar. Grasspretta var alls staðar mjög sein og léleg í úthaga, þar til þá
síðast í ágúst. Tún voru hins vegar sæmileg. Kalskemmda gætti varla, en
varð þó vart á útjörð.
Haustið, frá heyskaparlokum, var mjög gott. í septemberlok gerði þó
kuldakast. Hófst það með norðaustan rigningu og síðan krapaveðri 25.
september, en var síðan á norðan með kuldastorma og éljahrynur á heið-
urn fram að mánaðamótum. Fjallgöngur stóðu yfir þessa daga, en smölun
tókst þó vel. Réttardaginn á Melarétt, 29. september, var norðvestan
hvassviðri og hiti aðeins yfir frostmark. Ágæt veður voru fyrstu dagana
í október, en nokkur næturfrost. Fyrra hlutann var nokkuð óstillt, en
stundum hryssingsveðrátta. Síðari hluti mánaðarins var hlýr, en allrign-
ingasamur. Úrkoma hér í október mæklist yfir 100 mm. Þann 18. október
var suðaustan stórrigning, og kom þá stórflóð í Kelduá. Veður voru
stilltari síðari hluta mánaðarins og var kúm yfirleitt beitt. — Nóvember-
mánuður var með óvenjulegar stillur og frostlítið frarn yfir þann 20.,
svo að unnið var að jarðabótum hindrunarlítið. Talsvert frost var síðasta
þriðjung mánaðarins, og snjóföl kom liinn 27., hið fyrsta á vetrinum, og
hélt til 30., en þá varð aftur autt. Mánuðurinn var þurrviðrasamur með
afbrigðum. Úrkoma mældist aðeins 6.6 mm. — í desemberbyrjun, frá 1.
— 10., var einstök veðurblíða. Loftvogarstaða varð í byrjun desember sú
hæsta, er ég man eftir hér í hálft fjórða ár. Snjó tók langt upp í heiði, og
vorii ær mikið um austanverða Fljótsdalsheiði á þessum tíma við svo
góð skilyrði, að þær héldu ágætlega holdum og tóku jafnvel bata. Hinn
11. desember gerði snögglega norðaustan ofsaveður með slyddu og síðan
blindbyl. Versta veðrið stóð þó aðeins um 4—5 stundir, en hríðarveður,
með norðan og norðvestan hvassviðri öðru hvoru, héldust til 19. des.,
og var þá slæmt á jörð á láglendi, en allgott er hærra dró. Þokur og rign-
ingar voru nokkra daga fram um jól, en frostlítið og stillur úr því fram
til áramóta. í árslok mátti heita að autt væri á láglendi og mjög snjólítið
á heiðum uppi. — Veðráttan þrjá síðustu rnánuði ársins má í heildinni
teljast mjög hagstæð.
Veðurstofan setti hér upp í september síðastliðnum tæki til veður-
athugana, og verða því framvegis gerðar veðurathuganir hér.
Hiti og úrkoma þrjá síðustn mánuði ársins var sem hér segir:
Hiti C° Úrkoma mm
Október 5.3 104.9
Nóvember 0.9 6.6
Desember —=—0.2 67.5