Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 72
70
50% klórkalí. Tilraunin var slegin einu sinni. Ágangur sauðfjár var
nokkur. — Eins og sjá má af uppskerutölunum, er greinilegur árangur
af notkun kalí og fosfórsýru; e-liður gefur rúmlega 13 hestum meira af
ha en a-liður.
Tilraun með dreifingartírha á amm. nitrat. Nr. 3, 1948.
Áburður kg ú ha Uppsk. hey hkg/ha Hlutföll
a. Enginn N-áburður 47.76 91
b. 50 N dreift að vori -þ 25 N e. 1. sl. 57.12 108
c. 75 N, dreifingartími 1 52.72 100
d. 75 N, dreifingartími 2 62.72 119
e. 75 N, dreifingartími 3 61.68 117
Á alla tilraunina var borið 96 kg K2() og 60 kg P205. Tilraunin var
tvíslegin. Tilraunin varð fyrir nokkrum ágangi búfjár um vorið. Dreif-
ingartímarnir voru 10., 20. og 28. maí.
Tilraunir með kartöfluafbrigði.
Sett voru niður sex kartöfluafbrigði hinn 6. júní, en uppskeran brást
algjörlega vegna frosta, og var því ekki unnt að fá neinar nothæfar upp-
skerutölur að þessu sinni.
Aburðarskammtar frá áburðarsölu ríkisins.
Dreift var á litla reiti á bökkum Jökulsár. Sjónarmunur var ekki á
sprettu, enda benda líkur til þess, að þar sé ekki fosfórsýru- eða kalí-
skortur. Ekki var vegið af þessum reitum.
Samanburður var gerður á þremur tegundum blandaðs áburðar frá
Áburðarsölunni með notagildi N-áburðar samanborið við N í kalk-
ammonsaltpétri. Innihald blandaðs áburðar var N 12, P 10, K 18; 10,
10, 15; 9, 10, 23. Sprettan virtist mjög jöfn á öllum reitunum og því ekki
útlit fyrir mismunandi notagildi. Uppskera var ekki vegin. Með kalk-
ammonsaltpétrinum var borið á meðalmagn af P og K.
Athugun á geymslu gulrófna.
Rófurnar voru ekki þurrkaðar eða verkaðar um haustið, en skorið
af þeim kálið. Þær voru settar í aflanga bingi ofanjarðar, en jafnað vel
undir. Þá voru þær huldar káli, og síðan mokað moldarlagi yfir, fremur