Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 73
71
þunnu, 10—20 cm. Á öðrum bing var yfirbreiðsla af segli, en mold rnokað
utanmeð. Rófurnar voru teknar upp í byrjun júní. Var þá talsvert lag
ofan og utan á bingjunum frosið í graut, og þó meira á seglabingnum.
En ágætar rófur voru innan í og við botninn. Snjó lagði að moldborna
bingnum síðari hluta vetrar, en ekki yfir hann. Hins vegar var seglhuldi
bingurinn alltaf snjólaus að kalla. Frost var óvenjumikið síðasta vetur,
og kom raunar aldrei þíðviðri frá því um 12. nóvember til 20. apríl. Ut-
kornan af þessari tilraun mun hafa verið sú, að nær helmingur rófnanna
var skemmdur eða eyðilagður en hinn helmingurinn ágætlega geymdur.
Tilraunastarfsemin 195 2.
Tilraun sú með grasfræblöndur, sem ákveðið var síðastl. vetur að
framkvæma á öllum Tilraunastöðvunum, var framkvæmd. Var sáð í
hana 30. júní í land, sem búið er að rækta í kartöflur í þrjú ár. Fræið
kom vel upp, og arfi var ekki teljandi. Tilraunin var ekki slegin, en hún
hefur staðið hvanngræn í allan vetur, með góðum grasþela. Var ekki
verulegur munur á tilraunaliðunum síðastl. haust.
Þá var sáð einstökum grasfrætegundum, 11 talsins. Sáð var 31. júlí
í sams konar land og grasfræblöndutilraunirnar. Þótt seint væri sáð, var
kominn dálítill grashýungur á reitina í haust og var raunar að aukast á
þeim fram í nóvember.
Við athugun á þessari tilraun 25. nóvember 1952, konr þetta í ljós:
a. Hávingull ........... Fremur lítið sprottinn.
b. Túnvingull .......... Sæmilegur.
c. Vallarsveifgras...... Mjög lítið.
d. Hásveifgras ......... Gott.
e. Línsveifgras......... Sáralítið.
f. Rýgresi.............. Ágætt, bezti reiturinn.
g. Axhnoðapuntur ....... Góður.
h. Vallarfoxgras........ Ágætt.
i. Háliðagras........... Mjög lélegt.
j. Rauðsmári............ Lítill.
k. Hvítsmári............ Sáralítill.
Dálítið vatnsrennsli hefur komizt á tilraunina í vetur og skenrmt
nokkra reiti, einkum smárareiti fyrstu endurtekningar.