Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 74

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 74
72 Kornrœktin. Síðastliðið vor var sáð byggi og höfrum í nokkurt stykki í Nesinu. Flöjabyggi var sáð í 2500 m2 og höfrum (Same) í 100 m2, en það sáðkorn fékk stöðin frá Sámsstöðum síðastl. vor. Auk þess sáði eg eldri bygg- og hafraleifum, sem til voru hér, en þær spíruðu lítið eða ekkert, og mis- fórst því öll athugun á þeim tegundum. Hör var einnig sáð í lítinn blett, en spratt lítið. Flöjabyggið skreið 31. júlí en náði ekki þroska, því að frostin í ágúst eyðilögðu kjarnamyndun þess. Það var slegið um 10. september. Gaf það mikið og gott fóður og var gefið sauðfé í vetur. — Hafrarnir skriðu um miðjan ágúst. — Eg lief fengizt við byggrækt í 10 ár alls, og liefur það ávallt þroskazt nema síðastl. sumar. Ef til vill hefði Dönnesbygg reynzt betur síðastl. sumar, því að það er sennilega einna harðgerðast. Kartöflurœktin. Þá var framkvæmd tilraun með samanburð á sex kartöfluafbrigðum. í tilraunina var sett 31. maí. Tekið var upp í byrjun október. Uppskeran varð þessi: Kartöflutegund Heildariippsk. hkg/ha Nothæf uppskera Smælki % hkg/ha Hlutföll Sterkja % Gullauga 175 22 137 100 8.0 Ólafsrauð 144 37 91 66 8.0 Gul íslenzk 175 23 135 99 8.5 Dunhagarauð . . . . 149 12 132 96 6.5 Ben Lomond . . . . 236.5 16 198 145 8.3 Rauð íslenzk 127 33 85 62 9.0 Þrátt fyrir það, að sl. sumar er eitthvert lélegasta kartöflusumar um langan tíma, varð þessi uppskera framar vonum. Tilraunin var í gömlurn garði og mikill grasvöxtur, og gjörféll grasið því ekki í frostnóttunum 28.-29. ágúst. Sterkjumagnið er sennilega of lítið. Bæði er, að kartöfl- urnar voru farnar að spira, þegar sterkjan var athuguð og sterkjuvigtin ef til vill ekki alveg rétt stillt. Þó ætti að vera nokkurn veginn samræmi milli talna. Sterkjumagnið er líka vafalaust með minnsta móti vegna hins kalda sumars.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.