Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 75
73
Tilraun með N-dburðartegundir fyrir kartöflur.
Gullauga var notað í tilraunina og sett í hana 14. júní í garð, sem
búið er að rækta kartöflur í í 3 ár og mjög vel hefur alltaf verið borið í,
bæði sauðatað og tilbúinn áburð. Tekið var upp um miðjan október, og
varð uppskeran mjög léleg.
Fosfórsýru og kalí var dreift jafnt yfir alla tilraunina, sem svarar á ha
330 kg af þrífosfat og 350 kg af brennisteinssúru kalí. N-áburður =100
kg hreint N á ha.
UjDpsk. Uppskera hkg/ha
hkg/ha Smælki % Noth. Hlutföll Sterkja
a. Ekkert N 82.0 17 67.7 161 9.5
b. 488 kg kalkammon 60.0 30 42.0 100 8.8
c. 377 — ammonsulf.saltp. . 61.5 27 44.8 107 8.4
d. 300 — ammoniumnitr. . . 57.5 35 37.5 89 8.0
Um sterkjumagnið er hið sama að segja og við hina tilraunina. Kart-
öflurnar voru farnar að spíra. Uppskeran ber með sér, að vöxtur hefur
verið skammt á veg kominn og sterkjumagnið því eðlilega í minna lagi.
En það, sem ég tel athyglisvert við þessa tilraun, er það, að a-liður —
ekkert N — gefur langmest. Samreitir voru fjórir í tilrauninni, og gaf
a-liðurinn langmest á þeim öllum og ágætt samræmi í uppskerutölunum.
Vil ég vekja athygli á sams konar tilraun á Hafursá árið 1948. Þar gaf
a-liðurinn svipað og hinir að meðaltali. Bendir þetta til þess, að varúðar
þurfi að gæta við notkun N-áburðar við kartöfluræktun, einkum í frjóum
garðlöndum, bæði vegna uppskerumagns og þurrefnis.
At.hugun á Herbatox.
Auk þeirra tilrauna og athugana, er þegar er getið, fór fram athugun
á hormónalyfinu Herbatox. Var því dreift 1. ágúst á rnjög slæmt arfa-
stykki og notaður hámarksskammtur samkvæmt leiðbeiningum. Árangur
varð fremur lítill. Þó stöðvaðist vöxtur arfans að þvi er virtist um stundar
sakir. Mér var það ljóst, að þessi dreifingartími var mjög óheppilegur,
þar sem arfinn var orðinn svo rnikill. Lyfið kom svo seint, að ekki var
hægt að gera athuganir fyrr að þessu sinni.