Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 77

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 77
b. Bústofninn. í árslok 1951 var bústofninn þessi: 6 kýr, 1 naut, 3 kvígukálfar, 3 hestar, 290 ær, 62 gemlingar, þar af 5 lambhrútar og 7 hrútar og 1 for- ustusauður. Keyptar voru um vorið 88 ær. Fjármanni voru á hinn bóginn seldar 20 ær um vorið. Vanhöld urðu mikil á sauðfénu á árinu. Alls fór- ust og týndust 40 ær og gemlingar. — Hvanneyrarveiki kom í féð, eftir að það var tekið á hús í nóvemberlok, og fórust 14 ær af hennar völdum til áramóta. Þessi vanhöld öll eru hinn versti skattur á sauðfjárbúinu, og veldur Hvanneyrarveikin þó mestu. Lítils háttar votheysúrgangur virtist hafa komið henni af stað. En einnig var mygla í þuiTheyinu, sem rnest var með slæmri verkun. Þegar, er Hvanneyrarveikinnar varð vart, var strax horfið frá að gefa votheyið. Og þegar byrjað var að gefa það að nýju, var það gefið eingöngu í tveimur húsum, og virtist það þá ekki örva veikina, þótt ekki tæki fyrir hana með öllu. c. Uppskera og afurðir. Heyskapurinn varð með minnsta móti. Sprettan var í rýrara lagi og spratt mjög seint. Heyfengurinn varð 620 hestar áætlaðir, þar af ca. 60 hestar úthey. Af heyfengnum voru 160 hestar verkaðir sem vothey. Seldir voru 10 hestar af töðu um sumarið. — Þess má geta í sambandi við hey- forðann, að eftir voru um vorið 1951 ca. 50 hestar heys. Auk þess voru seldir um vorið tæpir 40 hestar til bænda í hreppnum, á kr. 120 hesturinn. — Slægjur voru leigðar um sumarið og heyjaðir af aðkomumönnum um 145 hestar. Kartöfluuppskeran varð ca. 70 tunnur alls, rófur ca. 5 tunnur, og svo dálítið af grænmeti til heimilisnota, svo sem hvítkál, blómkál o. fl., sem allt óx sæmilega vel. — Um garðræktina er það frekar að segja, að settar voru niður um 10 tunnur af útsæði. Fengin voru 200 kg af Gullauga- útsæði frá Mjóafirði til endurnýjunar á stofnútsæði, en ekki reyndist það með öllu laust við dílaveiki. Nú bar miklu minna á henni en síðastl. haust í heimaútsæðinu, og var hreinsað úr því eftir föngum. Verður stofn- ræktuninni haldið áfram með Gullauga og reynt að losa það við díla- veikina. — Gullauga er svo langsamlega vinsælasta kartöfluafbrigðið, að segja má, að naumast þýði að hafa annað á boðstólum til matar eða út- sæðis. Tel eg það líka mjög eðlilegt, eftir reynslunni af því héðan. Kúamjólk nam 17.470 kg alls. Þar af voru seldir 3044 lítrar til vinnu-

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.