Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 78
70
flokka í vegagerð og við brúargerð á Jökulsá. Hitt fór til heimilisnota og
til fóðurs. Kálfar fengu 874 kg mjólkur og 3650 lítra af undanrennu.
Seld voru 74 kg af snrjöri á árinu. Sjö kálfar fæddust á árinu; þar af voru
þrír kvígukálfar settir á. Slátrað var tveimur nautum á öðru ári. Höfðu
þau 150 kg kjöt og 136 kg. — (Hér skal skotið inn leiðréttingu við síðustu
skýrslu, bls. 89. Þar er sagt, að lógað hafi verið einu nauti, tæplega tveggja »■
ára, kjöt 168 kg. Kjötþunginn átti að vera 186 kg.) — Ein kýr var felld
um haustið. Gerði kjötið af henni 134 kg. Ein kýr var seld til lífs. Nauts-
tollar voru teknir 25 á árinu, hver 40 kr. — Lömb fæddust alls 384. Um
vorið fórust 33. Af fjalli heimtust 337, en 13 voru vanheimt. Slátrað var
271 lambi, þrjú fórust um haustið og fyrra part vetrar, en 62 voru lifandi
um áramótin og voru tvö þeirra seld til lífs. Dilkarnir, sem slátrað var,
höfðu að meðaltali 13.682 kg fa.ll. Af slátruðu lömbunum voru lamb-
gimbralömb og tvílembingar, sem gengu báðir undir, samtals 100. Lamb-
gimbralömbin voru alls 28, en ekki heimtust tvö. Hinum öllum var slátr-
að, og var meðalfallþungi þeirra 13.38 kg. Fallþungi lambanna er sá
minnsti, sem verið hefur þessi þrjú ár hér (nú var nýrmörinn veginn
með), enda mun dilkþunginn víðast hafa verið með lægsta móti. Hafa
ærnar sýnilega mjólkað með minna móti, og er það eðlileg afleiðing hins
hrakta heyfóðurs frá sumrinu 1950. Fullorðið fé var einnig með hold-
minnsta móti síðastliðið haust. — Af fullorðnu fé var slátrað 3 hrútum.
Höfðu þeir samtals 101.5 kg kjötþunga. Einn veturgamall hrútur var
seldur til lífs. Slátrað var 58 ám, geldum lambgotum og mylkum. Þær
höfðu alls 1112 kg kjötþunga. Níu veturgömlum kindum var slátrað,
með alls 150 kg kjötþunga. Gæruþungi var alls 1004 kg, mör 385 kg, og
ullin var alls 540 kg. — Þessi mikla slátrun á ám stafar af því, að mjög
margt af þeim ám, sem keyptar hafa verið undanfarið, voru orðnar gamlar.
Geldar ær voru um vorið 42, lambgotur 9. Tvílembdar ær um vorið voru
60 og ein ær þrílembd. Afeðalþungi lífgimbra í desember var 34.6 kg.
Öll lömb voru merkt með aluminiummerki um vorið.
Eóðureyðsla sauðfjárins á árinu var sem næst 450 hestar heys og 45
tn. af kjarnfóðri. Fjártalan var í ársbyrjun um 340. Nokkurt kjarnfóður
og lítið eitt af heyi eyddist um vorið í ærnar, sem keyptar voru.
Ég geri ráð fyrir því, að ýmsum þyki útkoman ekki góð á sauðfjár-
búinu, og er það sannarlega rétt. En það þykist ég mega fullyrða, að hún
varð víða verri hér austanlands þetta hörmungaár, 1951. Ég hef kosið að
skýra nákvæmlega frá öllu, sem máli skiptir. Það skýrir bezt aðstöðu bú-
skaparins á hverjum tíma. Fyrir öllu því, sem hér hefur verið sagt, eru
öruggar heimildir.