Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 81

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 81
79 en þó er notuð á því þvottavél og svo straujárn, en ýmsum fleiri tækjum verður svo bætt við síðar. Aflvélin sjálf, með rafal og töflu, kostaði rúm 43 þúsund krónur, en með húsi, jarðleiðslu, lagfæringum á kerfi og ann- arri rafmagnsvinnu og flutningum kostaði þessi framkvæmd um 65 þús. kr. Jafnað var úr skurðaruðningum og sáð grasfræi í tæpa 2 ha. Um haustið var að mestu fullunnið land í svonefndum nátthögum; er það ætlað sem tilraunaland 05 er um 1.2 ha að stærð. Alls munu hafa verið unnir á árinu að minnsta kosti 8—9 ha og búnir að mestu undir sáningu næsta vor. Á bökkum Jökulsár var um vorið jafnað og brotið land til garðræktar, rúmlega ]/ ha að stærð. Alls var greitt fyrir dráttarvélavinnu vegna jarðvinnslu 18 þúsund kr. — Girðingar voru endurbættar. Nokkuð var málað af íbúðarhúsinu að iniian. h. Bústofninn. í árslokin 1952 var bústofninn þessi: 5 kýr, 1 naut ársgamalt, 3 kvígur á öðru ári og 2 kálfar, 4 hestar, 257 ær, 129 gemlingar, 9 hrútar og 1 for- ustusauður. Auk þess var 91 fóðurkind, sem starfsmenn búsins áttu. Hænsni voru 12. Vanhöld á sauðfénu urðu enn mikil fyrra hluta árs af vtildum Hvanneyrarveikinnar. Fórust þannig 18 ær og 10 gemlingar og flest úr Hvanneyrarveiki. Tvær af ánum voru vanheimtar um haustið. Auk þessa veiktust margar fleiri, og varð afurðatjón því meira af völdum veikinnar. Meðal annars urðu nokkrar ær lamblausar af hennar sökum. Garnaveikirannsókn var gerð í febrúar, og reyndust sjö ær svara jákvætt, og voru þær tvíprófaðar. Þær voru teknar frá og fóðraðar sérstaklega, en engin þeirra sýndi merki um garnaveiki síðar á árinu. Hins vegar var úrskurðuð garnaveiki í tveimur ám, sem slátrað var um haustið. Heil- brigði var svo góð í fénu um haustið og það sem liðið er af vetri, og liefur ekki borið frekar á garnaveiki. Keyptur var um haustið til kynbóta einn nautkálfur og ein hryssa. i. Uppskera og afurðir. Heyfengur var með bezta móti. Heyfeng allan áætlaði ég 800 hesta, miðað við 100 kg út úr heystæði. Mestur hluti þess er af túni og ábornu landi, eða að minnsta kosti 3/J hlutar. Heyfymingar voru áætlaðar 90 hestar um vorið. Settir voru um 60 hestar í vothey um sumarið. Slægjur voru leigðar, og var heyjað af öðrum en búinu 312 hestar. Kartöfluuppskera brást að mestu leyti. Um vorið voru látnar 13 tunnur af Gullauga-útsæði til framhaldsræktunar hjá tveimur bændum.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.