Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 82

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 82
80 Auk þess var selt ögn af útsæði og settar niður hér á búinu 15 tunnur. Uppskeru áætlaði ég aðeins 15—17 tunnur, að meðtöldu öllu smælki. I gömlum görðum upp við þjóðveginn, þar sem fyrst var sett niður, varð þó sæmileg uppskera, einkum í garði, sem sett var niður í 20. maí, eða nokkru fyrir kuldakaflann. En niðri á bakkanum við Jökulsá, í nýja garðlandinu, brást uppskeran gjörsamlega. Var aðeins tekið þar upp úr nokkrum rásum af Gullaugastofnútsæðinu, til þess að glata því ekki, enda þótt örsmátt væri. í garðinn á bakkanum var sett niður fyrri hluta júnímánaðar. Voru þá kuldar fyrst, svo sem kunnugt er, en í júnílok fór þó að korna upp, enda hlýnar fljótt í hinum fína sandi. En í norðvestan- rokinu 14. júlí svarf blöðin gjörsamlega af grösunum, svo að aðeins hálf- svartir og visnaðir stöngulbútarnir stóðu eftir. Að morgni liins 13. ágúst féll til skaða af frosthélu, og 28. og 29. ágúst gjörféll grasið á bakkanum, enda þótt mikið stæði af því í görðunum heima, enda var rnikill gras- vöxtur í þeim, og rauðar og gular íslenzkar kartöflur, sem hafa mikið og sterkt gras. F.n með þessari aðbúð tíðarfarsins að kartöfluræktinni á bakkanum er það að vonum, að þar þurfi ekki að leita eftir kartöflum. Rófnauppskeran varð um 10 tunnur. Var þeim sáð 17. maí, og varð sæmileg spretta á sumu af rófunum. Ég sendi ti! rannsóknar í Atvinnu- deild Háskólans sýnishorn af þessum rófum, og var athugað þurrefni og C-vítamín. Reyndist hvort tveggja vel í meðallagi. Þurrefni 10.7% og C- vítamín 39 mg í 100 g. — Hvítkál myndaði enga nothæfa hausa, og man ég þess ekki dæmi áður, frá því er ég fór fyrst að rækta hvítkál. Hins vegar spratt grænkál, salat, spínat og hreðkur allvel, en gulrætur urðu nrjög smáar. Afurðirnar. Kúamjólk nam á árinu 14.915 kg. Þar af var nokkuð selt vinnuflokkum brúar- og vegagerðarmanna. Hitt fór til heimilisins og í kálfa og kýr. Talsvert var selt af smjöri. Lömb fæddust 329, en 25 fórust á sauðburði, 12 voru vanheimt um haustið, en 3 týndust af heimtum lömbum. Sett voru á vetur 129 lömb. Meðalfallþungi slátraðra lamba var 14.41 kg. Slátrað var 59 ám, geldum og mylkum, 2 hrútum fullorðnum og einum veturgömlum. Heildargæruþungi var 737 kg. Meðalvigt líf- gimbra var 36.3 kg. Ull var alls 396 kg, auk haustreifa, en ætíð er margt í idl yfir sumarið. Sex kálfar fæddust á árinu, og voru tveir þeirra aldir. Ein kýr var seld, og slátrað var nautinu Rosa, 27 mánaða gömlu. Hann hafði 240 kg kjöt. j. Starfsfólk. Ráðskonur voru frú Lára Guðmundsdóttir fyrra hluta ársins, en frú Anna Jósafatsdóttir síðari hlutann. Fjármenn og kúahirðar voru hinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.