Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 10
m langri sprungu og náði gosmökkurinn 10 km hæð fyrsta daginn. Stanz-
laust gos hélt svo áfram allan nóv. en því var talið lokið um miðjan des-
ember.
Veðrið 1962.
Janúar—apríl. Janúar og febrúar voru fremur mildir, engin meiri
háttar frost, en frostlaust og þíður á milli og úrkoma nálægt meðallagi.
Marz var hins vegar mjög kaldur, og komst frostið upp í -f- 23° C þ. 15.
marz. Héldust frost fram í miðjan apríl, en úr því fór að hlýna, og hafði
snjó tekið upp um mánaðamótin.
Maí—september. Vorstörf gátu hafizt fyrri hluta maí, enda mjög lítil
úrkoma og hiti í meðallagi. í júní var tæplega meðalhiti, en úrkoma var
hins vegar mikil, og féll megnið af úrkomunni hinn 14. og 15., eða 56 mm.
Heyskapur hófst í lok júní. í júlí og ágúst var meðalhiti og þurrviðrasamt.
Heyskapur gekk því mjög vel. Aðfaranótt 13. ágúst gerði frost með þeirri
afleiðingu, að kartöflugras féll víða hér um slóðir. Þurrviðri héldust fram
um 25. sept., en 5 frostnætur gerði í mánuðinum, og hin fyrsta kom að-
faranótt 6. sept. Féll þá mest allt kartöflugras, sem ekki hafði fallið í ágúst.
Heyskaparlok urðu góð en heyfengur tæplega í meðallagi að vöxtum. Kart-
öfluuppskera varð rýr.
Október—desember. Október var mjög hlýr fram um 23., en þá gerði
kuldakast, sem stóð fram til 5. nóv. Þá gerði hlýindakafla. Skiptust svo á
þíðviðri og minni háttar frostkaflar til áramóta, en desember þó nokkru
kaldari. Snjór var ekki til fyrirstöðu, hvorki á láglendi né heiðum í lok
ársins.
Veðrið 1963.
Janúar—apríl. Mikil frost gerði um og eftir áramótin, en úrkoma var
nær engin í janúar og veður stillt. Færð á vegum var sem á sumardegi.
Til dæmis var farið á 4 dögum á bíl í kringum landið. Frostin héldust
fram um 23. febrúar, en þá hlýnaði og hélzt svo bæði marz og apríl að
undanteknum viku tíma um miðjan apríl. Frost var því lítið í jörð. 27.
marz kom allharður jarðskjálfti, sem fannst um allt land að kalla, og átti
hann upptök sín í mynni Skagafjarðar. Að morgni 9. apríl var hér hlýtt,
um 7° C hiti, en er á leið daginn gekk í norðan stórhríð með 8° C frosti
(páskahret). Þessi snöggu hitaskil ollu hér ekki tjóni á trjágróðri, vegna
þess að klaki var víðast hvar í jörð, en sunnan lands varð tjón mikið á
trjágróðri.
8