Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 14
2. Veðurfor á Reykhólum 1961—1964.
Veðrið 1961.
Janúar—apríl. Frá áramótum fram um 20. apríl skiptust á þíðviðris-
kaflar með vægu frosti, fremur lítinn snjó festi á þessum tíma. Ríkjandi
var norðlæg átt og annað slagið hvessti og gerði þá hörku skafbyl. Um 20.
apríl brá til hlýinda. Tók nú að gróa upp úr því.
Maí—september. Maí var í hlýrra lagi og tíðir smáskúrir, enda voru
tún orðin algræn um 20. maí. I júní til ágúst var fremur hlýtt, lítið var um
stórfellda rigningu, en smá skúrir tíðir. Hlýindin héldust út sept., en
síðari hlutan mánaðarins rigndi mikið suma daga. Nokkuð var storma-
samt um sumarið, þá hélzt norðaustlæg átt.
Október—desember. Hlýindi héldust að mestu fram um 20. nóvember,
en þó gerði nokkurra daga vægt frost um mánaðamót október—nóvember.
Fyrsta næturfrost mældist í skýli 16. október. Eftir 20. nóvember gerði
nokkur frost með allhvassri norðan og norðaustan átt og snjókomu, þótt
litla fönn festi vegna veðurhæðar. Síðasta vika ársins var köld og fór
frostið upp í 13—14°, og suma dagana var hvasst og snjókoma.
Veðrið 1962.
Janúar—apríl. Tímabilið frá áramótum til miðs apríls var mikið um
norðaustanátt og fór veðurhæð nokkrum sinnum upp í 10—11 vindstig.
Þessari norðaustan átt fylgdu nokkur frost og snjókoma. Ekki festi þó
mikinn snjó hér út á Reykhólum, en inn í Sveit og Geiradal setti niður all-
mikla fönn og teppti það mjög samgöngur. Um miðjan apríl hlýnaði í
veðri og síðustu daga mánaðarins byrjaði að næla í túnum.
Maí—september. Maí var heldur kaldur og fremur þurr, fór gróðri
því hægt fram. Hlýna tók með komu júní og má segja að sumarið í heild
væri hlýtt, hins vegar rigndi nokkuð mikið á þessu tímabili og suma daga
mjög mikið t. d. mældist úrkoma 1. júlí 36 mm. Um miðjan júní gerði
hvassa norðaustan átt, annars voru veður heldur hæg á þessu tímabili.
Október—desember. Október var hlýr framan af, en úrkomusamur.
25. frysti og þá festi fyrstu snjóa. I nóvember skiptust á frosta- og þíð-
viðriskaflar, en fremur úrkomulítið. Svipað tíðarfar var í desember nema
hvað úrkoma var heldur meiri. Engar frosthörkur gerði á þessu tímabili.
12