Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 24
4. Veðurfar á Skriðuklaustri 1961—1964.
Veðrið 1961.
Janúar—apríl. Janúar hófst með kulda, en hinn 11. brá til suðlægrar
áttar með hláku, sem stóð lítið breytt út mánuðinn. Hinn 27. gerði af-
spyrnuveður og mældist úrkoma þann dag 32,7 mm. í heild hagstæður
mánuður.
Febrúar. Norðlæg átt með talsverðu frosti framan af mánuðinum. Þá
tóku við hlýindi og þannig hélzt veðrið með litlum breytingum út mánuð-
inn. Hagi góður, auð jörð upp í fjallsbrúnir og hagstæður að öðru leyti.
Marz. Fyrri hluta mánaðarins var lengstum suðlæg átt, frostlaust og
vindur hægur. Gróðurnál sást seinni hluta mánaðarins meðfram húsveggj-
um. Síðustu vikuna var frost og norðaustlæg átt. Mjög hagstæður mán-
uður.
Apríl. Eljaveður, norðlæg átt með þokulofti og súld öðru hvoru og
þannig að mestu út mánuðinn. Gróðurnál sást í túnum urn mánaðamótin.
Heldur kaldur og hráslagalegur mánuður.
Maí—september. Fyrstu viku maí var þokuloft og norðaustlæg átt, en
þá brá til hlýinda og suðvestlægrar áttar og var kominn góður gróður upp
úr 20. Þá gerði snöggt hret en annars hélzt góðviðrið út mánuðinn. Ovenju
góður maí.
Júní. Fyrri hluta mánaðarins var hlýtt og úrkomusamt, en síðari hlut-
ann fremur kalt og norðaustlæg átt. Víða var farið að slá nokkru fyrir
mánaðamót.
Júlí. Norðaustlæg átt algengust með úrkomu og lágum hita. Heyskapur
gekk seint og hey hröktust. Óhagstæður júlí.
Ágúst. Áttin hélzt óbreytt, norðaustlæg og austlæg. Úrkoma var tíð og
heyskapur gekk illa. Háarspretta var góð og ekki komu frost, en sólar
naut sjaldan. Óhagstætt og leiðinlegt tíðarfar.
September. Fyrri hluta mánaðarins hélzt enn austlæg átt og þurrkar
stopulir. Upp úr miðjum mánuði gekk í suðlæga átt um stund með þurrk-
um og náðust þá upp hey. Engin frostnótt kom í mánuðinum og kartöflu-
uppskera fremur góð. Heyfengur var allmikill en inisjafn að gæðum. Sauð-
fé var í meðallagi.
Október. Fyrri hluta mánaðarins var oftast suðlæg átt eða austlæg
með hlýindum og stundum úrkomu. Seinni hlutann voru veður mjög breyti-
leg. Hiti yfir frostmarki en stórrigningar og stormar öðru hverju.
22