Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 25
Nóvember. Framan af mánuðinum voru hlý veður og átt suðlæg, en 23.
dró til norðanáttar með frosti. Hvassviðri og hríð með köflum, en í heild
hagstæður mánuður.
Desember. Framan af mánuðinum var norðlæg átt, frost og snjókoma.
Undir miðjan mánuð gerði þíðu og eftir það var gott veður, stillt og smá-
kólnandi til áramóta.
I heild var árið í meðallagi, vetur góður, en sumarið úrfellasamt.
Veðrið 1962.
Janúar. Fyrri hlutinn var hlýr með suðlægri átt. Um miðjan mánuð
rigndi töluvert og upp úr því fór að kólna og áttin að snúast í norður. Hélzt
áttin þannig með vægu frosti út mánuðinn. Heldur hagstæður janúar.
Febrúar. Vindátt óstöðug. Frost lengst af framan af mánuðinum. Síðari
hluta mánaðarins voru talsverðar hlákur og jörð mest auð. Hægviðri voru
áberandi. Sæmilega hagstæður febrúar.
Marz. Norðlæg átt ríkti fram yfir miðjan mánuð með frosti og élja-
gangi við og við. Skammæja hlýju gerði um 20. með stillum og sólfari, en
síðan sótti í sama horf: Kaldur, þurr og hægviðrasamur mánuður.
Apríl. Frost og snjókoma framan af, en um miðjan mánuð breytti í
suðlæga átt og mikla hláku. Vegir fóru þá illa. Úr því var mild og góð tíð
til mánaðarloka og mátti þá sjá gróðurnál. Hagstæður apríl.
Maí. í heild kalt með norðaustlægri átt, en þó kom einn og einn mjög
hlýr dagur. Þokusamt og slydda stundum, en ekki festi snjó á láglendi.
Gróður var seinn til og mánuðurinn óhagstæður.
Júní. Mánuðurinn var fremur kaldur og þurr fyrir utan örfáa rign-
ingardaga um miðjan mánuðinn. Gróður var seinn til og það var einkum
áberandi á heiðum.
Júlí. Norðaustanátt var ríkjandi með hita undir meðallagi. Sólskin var
löluvert og þurrkar, en of kalt til að kallast hagstætt tíðarfar.
Ágúst. Hiti hélt áfram að vera undir meðallagi. Um miðjan mánuðinn
var vikuþurrkur, en annars var óþurrkasamt, einkum seinni hlutann.
September. Breytilegt veður með hlýjum sólskinsdögum og köldurn
snjókomudögum. Fyrstu næturfrost komu 11. og féll þá kartöflugras. Hinn
16. var kaldasti dagur mánaðarins með hvassviðri og snjókomu. Hvass-
viðri var oftar og fauk flatt hey. Kartöfluspretta var léleg. Háarspretta var
lítil og hey með minna móti, en sæmileg að gæðum.
Október. Mikil flóð í ám fyrst í mánuðinum. Veður annars hagstætt
23