Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Síða 27
fram eftir öllu, hlýtt og fremur stillt. Hinn 29. skall á stórhríð, sem stóð
rúma viku. Mánuðurinn samt hagstæður.
Nóvember. Þegar stórviðrinu slotaði, kom hlýviðriskafli og klaki fór
úr jörðu. Um miðjan mánuðinn kom stuttur kuldakafli, en síðan hlýnaði
aftur og ekki kólnaði fyrr en um mánaðamótin. I heild hagstæður nóv-
ember.
Desember. Stillt veður og lítil frost og nokkur úrkoma, einkum framan
af. Norðlæg átt að mestu, nema hvað stuttan kafla fyrir jól var hlýtt af
suðvestri. Góð beit og hagstæður desember.
I heild var árið þannig, að sumarið var kalt og óhagstætt, veturinn í
meðallagi, en haustið gott að undanskildu áhlaupinu í októberlok.
Veðrið 1963.
Janúar. Veður var afar stillt mest allan mánuðinn og frost nokkurt, en
jörð alauð og úrkoma engin að kalla. Vatnsskortur víða.
Febrúar. Fyrstu vikuna var veður óstillt, snjókoma og norðaustanátt.
Eftir það hlýnaði og tók upp snjóinn og veður stilltist. Vatnsskortur hélzt.
Seinni hluta mánaðarins kólnaði og snjóaði, en undir mánaðamótin hlýn-
aði aftur.
Marz. Hlýtt var og votviðrasamt og hiti langt yfir meðallagi. Jörð var
þíð í 20—30 cm dýpi í mánuðinum og lítill klaki og gróðurnál sást í lok
mánaðarins.
Apríl. Fyrstu viku mánaðarins hélt góðviðrið, en þá kom áhlaup, sem
stóð fram yfir miðjan mánuð. Þá hlýnaði og héLzt svo framundir mánaða-
mótin, en þá kólnaði.
Maí. Kuldar voru lengi framan af, en síðasta vikan var hlý. Gróðri fór
lítið fram fyrr en þá. Engin hret voru og sauðburður gekk vel.
Júní. Fyrri hluta mánaðarins var þurrt og hlýtt, en um miðjan mánuð
kólnaði og þá tók við kuldatíð með rigningu á hverjum degi í hálfan
mánuð. I lok mánaðarins voru nokkrir mjög hlýir dagar og bjartir.
Júlí. Góðviðrisdagarnir stóðu stutt, en þá brá til rigningatíðar, sem
heizt með iitlum úrtökum með tilheyrandi kulda út mánuðinn. Heyskapur
gekk illa.
Ágúst. Framan af mánuðinum var hlýtt og þurrt. Eftir það brá til
kuldatíðar með lítilli úrkomu. Heyskapur gekk sæmilega, en háarspretta
var lítil. Hiti undir meðallagi.
September. Mánuðurinn var kaldur og úrkomusamur. Hinn 23. gerði
25