Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 43
Þótt tilraunin á Skriðuklaustri hafi staðið í 11 ár, virðist vaxandi
skammtar af fosfóráburði ekki gefa raunhæfan vaxtarauka. Þó er það
greinilegt, að P í uppskeru er farið að lækka verulega í a-lið og nokkuð
í b-lið sbr. efnagreiningu frá 1960. Þá var P % í a-lið 0.20 í 1. og 2. sl.,
en í b-lið 0.28 og 0.27. Af uppskerutölum 1962 og 1964 má sjá, að upp-
skera virðist aðeins minni í a-lið, en vaxtarauki fyrir fosfór er ennþá
mjög óverulegur og skortur á fosfór ekki farinn að hafa teljandi áhrif á
uppskeru. Tilraunin er á mjög frjósömu landi með ríkulegan forða af
steinefnum. 120 kg skammtur af N-áburði virðist enn ekki hafa náð að
koma fosfór í tilraunalandinu í lágmark.
Tilraun 3. ’58 á Hvanneyri er hliðstæð tilrauninni á Skriðuklaustri.
Þar gefur h-liður um 12 hkg vaxtarauka og c-liður um 16 hkg, en d-liðul
15. A 1. ári kom fram vaxtarauki í b-lið (sbr. bls. 29 í síðustu skýrslu
1960).
Allar fosfórtilraunir á Hvanneyri hafa leitt í ljós, að í mýrunum sé
mjög lítill forði af fosfór, sem nýtanlegur er fyrir túngróður og því fæst
mjög greinileg fosfórsvörun strax eða á fáum árum.
Tilraunin á Hvítárbakka er gerð á nokkurra ára gömlu túni, sand-
kenndu. Þessi tilraun er hliðstæð tilraun á Hvanneyri 3. ’58. Grunnáburður
er þó heldur minni. Uppskera er lítil, sérstaklega 1963, sem stafar af
óhagstæðu veðri.
Vaxtarauki fyrir fosfór er kominn fram á 4. ári, en ekki í sama mæli
og á Hvanneyri.
Vaxandi skammtar af fosfóráburði.
Increasing levels of superphosphate (triple).
Uppskera hey hkg/ha.
P2O5 kg/ha: a 0 b 30 c 60 d 90 Grunnáburður
Akureyri, 16. 56: 1961: 73.2 76.8 81.4 73.3 150 kgN
1962: 59.2 68.7 68.2 68.1 120 —K2O
1963: 35.3 41.1 45.0 48.5
1964: 58.0 74.5 71.8 70.7
Meðaltal 9 ára: 71.90 77.23 77.73 76.44
41