Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 58
Tilraunin á Akureyri, 3—50, hefur staðið í 15 ár og er vaxtaraukinn
í b, c og d um 7, 10 og 12 hkg. Þessi vaxtarauki hefur verið mjög líkur
síðari árin, svo ástæða er til þess að ætla, að jafnvægi sé komið í tilraun-
ina. Tili'aun á Akureyri, 10—58, gefur svo til nákvæmlega sama vaxtar-
auka (meðaltal 7 ára) í b, c og d, eða 5, 10 og 12 hkg. Má því telja, að
kalí-áburður gefi mjög ákveðinn vaxtarauka á Akureyri. Tilraunalandið
er lítið eitt leirblandinn moldarjarðvegur.
Tilraunin á Reykhólum, 7—51, hefur staðið í 13 ár og er vaxtar-
aukinn þar 6, 6 og 4 hkg. Það er athyglisvert, að c-liður gefur sama upp-
skeruauka og b, en d-liður 2 hkg minna. Með 70 kg N virðist hámarks-
notkun á kalí vera 40 kg K20 og e. t. v. má vera, að minni skammtur t. d.
20—30 kg gæfi sama vaxtarauka og b-liður.
Tilraunin á Sámsstöðum, 8—50, hefur staðið jafnlengi og á Akureyri.
Hún er gerð á frjósömu landi, sem gefur góða uppskeru og virðist hafa
mikinn forða af kalí. Vaxtaraukinn er mjög lítill, 2,5 hkg í b og 4 hkg í
c, en d-liður gefur um 4 hkg minna en a og er hér um að ræða neikvæðar
verkanir af kalí. Bilið milli c og d-liða er því um 8 hkg og verður því að
telja þennan mun raunhæfan.
Tilraun 11—59 á Sámsstöðum með 120 kg N hefur ekki staðið nema
í 6 ár. Hún er gerð á fremur lélegu landi, enda gefur a-liður um 25 hkg
minni uppskeru, þrátt fyrir 50 kg meira af N á ha. Vaxtarauki er hér um
6, 8 og 9 hkg í b-, c- og d-liðum.
Tilraunin á Skriðuklaustri, 11—54, hefur staðið í 11 ár. Landið er
mjög frjósamt, en þrátt fyrir það er vaxtarauki um 6, 10 og 11 hkg í b-,
c- og d-liðum. Hér er mjög lítill vaxtarauki fyrir stærri skammt en 80 kg
K20. Er það hliðstætt tilraun 11—59 á Sámsstöðum. Það má því gera
ráð fyrir, að ekki sé að vænta teljandi vaxtarauka á Skriðuklaustri og
Sámsstöðum fyrir stærri kalískammt en 80 kg K20 með 120 kg N.
í tilraun 3—58 á Skriðuklaustri eru reyndir minni skammtar af kalí,
0—20—40—60 með 120 kg N. Tilraunin var lögð niður 1963 vegna
gróðurskekkju og hefur því aðeins staðið í 4 ár og niðurstöður hennar
gefa ekki tilefni til nánari umsagnar.
Tilraunin á Hvanneyri, 9—57, er gerð á Mýrarjarðvegi. Kalískortur
kom fram strax á 1. ári (sjá bls. 37—38 í skýrslu 1960). Vaxtaraukinn
er hér mikill eða um 16, 18 og 23 hkg í b-, c- og d-liðum. Tilraunin er
lögð niður 1963.
56