Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Side 72
Það mætti e t. v. segja, að þessi tilraun væri búin að leysa úr þeim
atriðum, sem um er spurt a. m. k. á Akureyri og Sámsstöðum. Ákveðið
hefur verið, samt sem áður, að halda henni áfram, enn um sinn.
Athyglisvert er, að hvergi gefur kalksaltpétur meiri uppskeru en
Kjarni. Er því ljóst, að sýruverkanir Kjarna eru mjög litlar í þeim jarð-
vegi, sem tilraunirnar eru gerðar á. Stækjan hefur gefið minni uppskeru á
öllum stöðvunum, nema á Skriðuklaustri. Stækjan hefur sýrt jarðveginn
verulega, sem verkar þannig, að afkastamestu grösin — vallarfoxgras og
háliðagras, hverfa að mestu, en ráðandi gróður verður língrös, snarrót,
túnvingull og sveifgrös.
Eins og vænta má, er ekki unnt að nota stækju — (NH4) 2SO4 —
árum saman á tún, án þess að kalka ef halda á hæfilegu sýrustigi.
Þessi tilraun gefur hins vegar óneitanlega til kynna, að jafnvægi í
uppskeru getur haldizt a. m. k. í 20 ár, þótt notaður sé Kjarni, samanber
Akureyri og Sámsstaði.
Ekkert skal um það fullyrt, hvort hér sé um meginreglu að ræða varð-
andi Kjarna, en ekki verður fallizt á, að hér sé um einsdæmi að ræða.
Hitt verður að telja líklegra, að sýruverkanir Kjarna séu óverulegar, nema
í einstökum tilfellum og kemur þá væntanlega fleira til, sem hefur áhrif
á pH í jarðveginum og e. t. v. hefur jarðvegurinn beinlínis tilhneigingu
til að sýrast, enda þótt áhrifalaus áburður á sýrufar sé notaður.
Rannsóknir á pH í jarðvegssýnishornum í 5 cm dýpt, teknum að vori.
pH in soils one to five cm taken in spring.
Akureyri, 5. ’45 1963 Reykhólar, 9. 53 1961 Sámsstaðir, 10. ’45 1963 Skriðukl., 9. ’54 1963
a. 5.65 5.25 5.90 6.40
b. 5.75 5.25 6.25 6.55
c. 4.85 5.10 4.85 5.85
d. 6.55 5.75 5.50 6.90
E. 5.80 5.50 5.40 6.55
70