Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Qupperneq 142
Niðurstaða aí þessari tilraun viðkomandi uppskerumagni er því sú,
að mesta uppskera fæst í b-lið, þar sem 1. sláttur er sleginn fremur seint
eða um miðjan júlí og 2. sláttur um 10.—15. september.
Þrír slættir, E- og f-liðir, gefa greinilega minni uppskeru, þótt N-
áburðinum sé skipt. Má því gera ráð fyrir, að ekki sé hagkvæmt að slá
oftar en tvisvar miðað við þann áburð, sem hér er notaður. Eins og frá er
skýrt í skýrslu 1960, bls. 98, er mikill munur á proteinmagni eftir því,
hvenær slegið er eins og vænta má. Þess vegna er fóðurgildið pr. kg upp-
skeru meira þar sem oft er slegið, og getur því að einhverju leyti dregið
úr uppskeru mun einstakra liða.
Mœling á grassprettu.
Growing lirne of grass in the sommer months.
Uppskera hey hkg/ha.
a h c d a b c d
Áætlaður sláttutími: 10/6 25/6 10/7 25/7 1/8 15/8 30/8 15/9
Akureyri, 62. ’57, 1961: 14.0 47.2 71.7 88.4 20.2 31.9 33.0 52.9
1962: Lögð niður, en gerð þurrefnisrannsókn.
Meðaltal 5 ára: 8.32 26.40 51.60 68.00 14.92 27.42 31.88 39.14
Reykhólar, 62. ’56, 1961: 26.9 43.5 66.1 9.3 20.9 26.9
1962: Lögð niður.
Meðaltal 6 ára: 13.65 34.33 56.85 76.40* 1.230 22.40 26.65 31.00*
Sámsstaðir, 62. ’57, 1961: 46.2 75.5 79.2 83.4 28.1 58.8 55.3 42.5
1962: 29.6 40.1 65.9 73.7 40.0 49.4 45.5 64.6
1963: 25.3 39.8 53.1 60.7 27.0 35.0 41.5 39.1
Meðaltal 7 ára: 29.53 44.71 56.03 68.37 29.13 44.69 49.81 51.29
Skriðuklaustur, 62. ’60, 1961: 34.5 45.9 63.2 68.0 15.4 29.3 38.7 35.6
1962: 31.2 43.5 111.0 96.7 23.2 27.7 50.0 32.2
1963: Lögð niður.
Meðaltal 3 ára: 34.13 49.17 89.67 85.97 17.97 27.90 43.80 36.87
Áburður kg/ha: 120 N, 90 P2O5, 120 K2O.
* Meðaltal 5 ára.
Markmið með þessari tilraun (sjá skýrslu 1960, bls. 97—98) er að
athuga á hvaða tíma sumarsins grassprettan er örust, og hvaða áhrif dreif-
ingartími áburðarins hefur á uppskeru.
140