Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 143
Tilraunin er tvískipt, I, þar sem öllum áburðinum er dreift að vori
eins fljótt og hægt er, eða þegar gróður er aðeins að lifna. II, þá er öllum
áburði dreift í byrjun júlí.
Sláttutíminn var fast ákveðinn án tillits til sprettu og frávik frá því
mjög óveruleg.
U ppskeruhlutföll.
Meðaltal ára: Sláttutími Akureyri 5 Reykhólar 6 Sámsstaðir 7 Skriðuklaustur 3
I. a. 10/6 12 18 43 40
b. 25/6 39 45 65 57
c. 10/7 76 74 82 95
d. 25/7 100 100 100 100
II. a. 1/8 22 16 43 21
b. 15/8 40 29 65 32
c. 30/8 47 35 73 51
d. 15/9 58 41 75 43
Niðurstöður þessarar tilraunar eru nokkuð breytilegar. í fyrsta lagi
verður grasvöxturinn minni síðari bluta sumars en framan af sumri. Er
sá munur yfir 50% á Reykhólum og Skriðuklaustri samanber blutfalls-
tölur hér að framan. A Sámsstöðum kemst þó uppskeran síðari hluta
sumars II.) upp í 75% af uppskeru fyrri hluta sumars (I.) í þessu sam-
bandi er rétt að benda á, að nokkur grasvöxtur hefur orðið á lið II, áður
en áburður er borinn á í byrjun júlí og er sú uppskera ekki talin með í
uppskeru, heldur einungis sá grasvöxtur, sem á sér stað eftir að borið er
á, því að gert er ráð fyrir í tilraunaplaninu að slá og fjarlægja uppakeru
II. liðs, áður en borið er á í byrjun júlí.
Það sem ræður verulega um, hvenær grasvöxtur er örastur er að sjálf-
sögðu tíðarfarið. A Sámsstöðum er uppskeran orðin 43% 10. júní og um
40% á Skriðuklaustri að meðaltali þessi ár, sem tilraunin hefur staðið.
Á Reykhólum og Akureyri er uppskeran í fvrsta sláttutíma 12—18%, en
á þessu eru að sjálfsögðu sveiflur frá ári til árs.
Þá má vekja athygli á, að með því að draga áburðardreifingu svo sem
gert er í lið II er hægt að flytja sprettutímann lengra fram á sumar. Aburð-
arverkanir verða minni og kemur því tæplega til greina að mæla með
notkun túna og nýrækta til heyskapar á þennan hátt, en að sjálfsögðu
kemur það til greina að bera seint á, þegar á að nýta uppskeru til beitar
141