Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Side 148
Eva 141.7 4.8 7.0
Sibinskji Morozostoikji 214.2 6.3 8.3
Knik 191.1 4.7 8.3
Áburður kg/ha: 166 N, 225 P2O5, 200 K2O, 15 borax.
Sett var niöur 30/5, tekiS upp 14—17/9.
Eins og uppskerutölur bera með sér 1962 brást uppskera því nær
alveg. Astæðan til þess, að þessi tilraun er tekin hér með er vegna mats,
sem gert er á frostþolni afbrigðanna.
Undanfarin ár hafa tilraunastöðvarnar reynt rússneska afbrigðið Sib-
inskji, sem talið var nokkuð frostþolið.
Einkanastigi fyrir bragðgæði og frostþobii er 0—10.
Eins og sjá má af uppskerutölum í tilrauninni hefur kartöfluræktin
reynzt mjög áfallasöm undanfarin ár, nema helzt á Sámsstöðum.
r
A Akureyri hefur uppskeran brugðizt að mestu árin 1962, 1963 og
1964, og sama er að segja um Hvanneyri. Árið 1961 er eina árið, sem
gefur meðaluppskeru. Á Sámsstöðum er hins vegar viðunandi uppskera
þar til 1964. Ástæða fyrir uppskerubresti þessi ár er fyrst og fremst sumar-
frost, eins og tekið er fram í skýringum við tilraunirnar á Akureyi.
Ekket af þeim afbrigðum, sem reynd hafa verið, hafa sýnt sérstaka
yfirburði í frostþolni. Þó er rétt að geta þess, að þau afbrigði, sem hafa
mikinn og kröftugan grasvöxt s. s. Rauðar íslenzkar, Kerrs Pink og Sib-
inskji, hafa venjulega haldið óskemmdum einhverjum af neðstu blöðum
og stönglum eftir fyrstu frostnótt, þegar t. d. Gullauga, Bintje, Græn fjalla-
kartafla o. fl. hafa gjörfallið. Það hefur einnig komið í ljós, að þar sem
grasvöxtur er mjög mikill annað hvort af mikilli áburðarnotkun eða af
frjósemi landsins eða hvort tveggja, er nokkur frostvörn.
Flest þeirra afbrigða, sem verið hafa í tilraunum undanfarin ár hafa
verið í tilraunum áður (sjá skýrslu 1960, bls. 100—103) og þykir ekki
ástæða að ræða um þau. Nokkur ný afbrigði hafa þó verið reynd. Má þar
fyrst nefna Helgu, sem er ísl. afbrigði fram komið í Hrunamannahreppi
í Árnessýslu og tekið til ræktunar af Jóhanni Jónassyni, forstjóra Græn-
metisverzlunar landbúnaðarins. Afbrigði þetta er einna líkast Kerrs Pink
eða Eyvindarkartöflum í útliti. Kjötið er gult, augun fremur grunn, bragð-
góðar, en hættir til að springa við upptöku, líkt og Gullauga.
ima er að lögun lík Bintje, en þó flatari og styttri. Litur er ljós. Hún er
Þá hafa verið reynd tvö hollenzk afbrigði, Sieglinde og Barima. Bar-
146