Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 154
d. 8 lítr/ha STAM, lögur 17.8 156.9
e. 71ítr/ha ISO-CORNOX, lögur 17.8 172.3
f. 7 lítr/ha HERBASOL 17.8 186.1
1962: Áburður kg/ha: 2000 kg garðáburður, 10—12—15 NPK.
Afbrigði: Gullauga. Sett niður 26. maí. Tekið upp 3. okt.
Jarðvegur: Framræst mýri.
Umsögn um ræktun og áhrif varnarlyfja:
21. júní var öllum lyfjum úðað yfir landið í þurru veðri og sólarlausu.
a-reitir voru hreinsaðir með arfasköfu þrisvar sinnum og tvíhreykt.
Við upptöku var kominn mikill arfi og dregið mikið úr uppskeru.
3. október. Við upptöku kom í ljós, að talsverður munur var á verk-
unum lyfjanna. Iso-Cornox og Herbasol héldu arfanum niðri að mestu og
var lítill arfi við upptöku. Herbasol virtist svíða dálítið blöð, sem upp
voru komin, þegar úðað var. Propinox, Propazin og Stam virtust ekki halda
arfaum niðri, nema fyrri hluta sumars. Því var allmikill arfi í öllum
reitum, þegar tekið var upp og tafði upptökustarf nokkuð.
Lítið sá á kartöflugrösunum í b, c, d og E-reitum. Þó má gera ráð
fyrir, að heppilegra sé að úða rétt áður en grösin koma upp.
Lyfin virðast ekki hafa áhrif á bragðgæði kartaflnanna.
Eyðing arfa í kartöflugörðum með Iso-Cornox.
SámsstaSir, 120. ’61, 1963:
a. Venjuleg hreinsun
b. 8 lítr/ha Iso-Cornox, úðað áður en grös koma upp, úðað 13/6
d. 8 — — — eftir að — — — — 1/7
Áburður kg/ha: 2500 kg garðáburður.
Afbrigði: Bintje. Sett niður 22. maí. Ekki tekið upp sem tilraun.
Umsögn um ræktun og áhrif varnarlyfja:
b-liður gaf bezta raun og virtist þessi skammtur halda arfanum alveg
niðri.
c-liður hélt arfanum mjög vel niðri, en virtist ekki gefa betri raun en
8 lítr. í b-lið.
d- og E-liðir gáfu einnig mjög góða raun og hélzt arfinn algerlega
niðri, en hins vegar sá talsvert á grösunum eítir úðun, bæði með 8 og 12
lítrum, og dró auðsjáanlega mjög úr uppskeru.
152