Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 178
40 kg P2O5 og 50 kg K2O) upp í 300 kg/ha N, sýnir tilsvarandi niður-
stöðu og tilraun með 180 kg N. Kal hefur átt sér stað í E og f liðum,
þ. e. a. s. undan tveimur stærstu áburðarskömmtunum, þegar ekki hefur
borið á kali eftir minni skammtana.
Aburðarkostnaður hefur aukist mjög á hvern heyhest í vaxtarauka
með vaxandi áburði og eru tveir stærstu skammtarnir um og fyrir ofan
hagfræðilegt hámark, þ. e. a. s. vaxtaraukinn dekkar tæplega áburðar-
kostnaðinn.
6. Samanburður á blönduðum áburði — N P K —- og jafngildi í ein-
stökum tegundum, hafa ekki leitt í ljós teljandi mismun á uppskeru.
7. Notkun kalks á tún hefur yfirleitt haft lítil eða engin áhrif á upp-
skeru, nema þar sem um mjög súran jarðveg er að ræða, en kölkun eykur
Ca-magn í uppskeru og hækkar pH, en hefur hinsvegar yfirleitt lítil áhrif
á P í uppskeru.
Gerður hefur verið samanburður á útlendu kalki (CaO 98%) og
íslenzku skeljakalki frá Akranesi, og hefur hið síðarnefnda reynst sam-
bærilegt hinu útlenda.
8. Litlir skammtar af N P K (40 N — 50 P2O5 — 50 K^O) á beitiland
hafa gefið góðan árangur á óhreyfðum framræstum mýrarjarðvegi.
Á áveituengjum á Hvanneyri og Skriðuklaustri hafa litlir skammtar
af köfnunarefnisáburði og fosfór-áburði gefið góðan vaxtarauka og hag-
kvæmt er að bera bæði fosfór- og N-áburð þar sem heilgrös eru ráðandi
gróður.
Venjulegar áframræstar hálfgrasmýrar gefa lítinn vaxtarauka fyrir
allar tegundir áburðar.
9. Smávegis vaxtarauki hefur fengist á graslendi á Sámsstöðum fyrir
gips (CaSO^), en enginn á Hvanneyri.
Á Hvanneyri hefur enginn vaxtarauki komið í ljós á túni við notkun
á kúprisúlfati (CuSO^).
10. Það hefur reynzt hagkvæmt að bera 40—60 kg/ha af N-áburði
á tún með 15—20 tonnum af grindataði. Ef notaðir eru stærri skammtar
af N-áburði á móti þessu magni af grindataði, þarf að bera á til viðbótar
litla skammta af fosfór- og kali-áburði.
Yfirbreiðsla á 20 tonnum/ha af mykju á tún, sýnir að hagkvæmt er
að bera á 40—80 kg/ha af N-áburði. Sé um stærri N skammta að ræða,
þarf að bera á til viðbótar kali- og fosfóráburð.
r
11. A Hvanneyri hefur verið gerð tilraun með að blanda sandi í mýr-
176