Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Síða 180
brigði hefur komið fram. betra en þau, sem áður hafa verið reynd. Rúss-
neska afbrigðið Sibinskji Morozostoikji átti að vera nokkuð frostþolið,
en svo hefur ekki reynzt í sumarfrostum undanfarin ár, umfram afbrigði
með kröftugan grasvöxt. Beztu afbrigðin og mest ræktuðu eru Gullauga,
Rauðar íslenzkar og Bintje.
77. Tilraun á Sámsstöðum með vaxandi magn af N-áburði á kartöfl-
ur, hefur leitt í ljós, að matar- og bragðgæði minnka með auknuin N-
áburði.
Tilraunir með vaxandi N P K flO — 12 — 15) garðáburð á kartöfl-
ur, sýna, að hæfilegur skammtur á frjóan jarðveg er 1600—2000 kg/ha,
en á léttari jarðveg, s. s. holtajarðveg, er hæfilegur skammtur um 2400
kg/ha af garðáburði.
18. Illgresiseyðingarlyfið STAM hefur reynzt mjög vel í kartöflu-
görðum (4—6 lítr/ha) með því að úða því á illgresið, þegar það hefur
4—6 blöð. Því má úða eftir að kartöflugrös koma upp. Verkanir þess eru
í gegnum blöð og stöngla. Virðist það ekki draga úr uppskeru.
ARESTN verkar á rótarkerfi ungra illsjresisplantna og þarf að úða
því áður en fræin spíra í moldinni. Það hefur revnzt vel og verkana þess
gætir í nokkrar vikur a. m. k.
ISO-CORNOX. Verkanir þess eru bliðstæðar STAM, en lyfið er sterk-
ara og skemmir blöð kartaflanna, ef sprautað er eftir að grös koma upp.
Árangur hefur verið all góður í kartöflugörðum og lyfið haldið illgresi
í skefjum.
19. Koparsambandið PERINOX hefur revnzt mjög vel gegn karöflu-
mvglu. Ennfremur hafa Ivfin AAZIMAG og DITHANE verið reynd með
góðum árangri á Sámsstöðum.
Kartöflumygla veldur ekki tióni í öðrum landshlutum en Skaftafells-
svslum, Suður- og Suðvesturlandi. Norðan- og austanlands er ekki vitað,
að kartöflumyglu hafi orðið vart, og aldrei er sprautað í þessum lands-
hlntum gegn henni.
20. Alitlegustu fóðurkálstegundir má telja Silona rape, Rape kale og
English Giant rape. 7 kg/ha sáðmagn dreifsáð hefur reynzt bezt.
Á Hvannevri hefur hæfilegt magn af fosfór og kalí á fóðurkál reynzt
150 kg/ha P0O5 og 200 kg/ha KoO á mýrarjarðveg, þegar notað er 200
kg/ha af N-áburði.
21. Tilraunir með beitarblöndur benda til þess, að hagkvæmt muni
178