Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Síða 96
90
þessum 2 afbrigðum er Granat vorhveiti og fíala vorhveiti (landsort).
Hin afbrigðjn 4 hafa reynzt illa. Sjá töfluna.
Þess skal getið, að Diamanthveitið hefur náð fyllilega þeirri þyngd,
sem það nær í heimalandinu, en vitanlega verður það ekki nema í góðum
ineðalsumrum.
Vorrúgur hefur ekki náð góðum þroska, þó honum liafi verið sáð
um 20. apríl. Hið sama má segja um vorníg, sem reyndur hefur verið
frá Skotlandi. Hann náði minni þroska en sá norski.
Vetrarrúgur frá Norður-Noregi hefur oft náð töluverðum þroska, en
Þrændarúgur hefur þó reynzt beztur og náð svo iniklum þroska, að
uppskeran hefur á stundum orðið allt að 2000 kg korn af ha. Hann hefur
og reynzt góður til brauðgerðar.
Smestað- og Refsumvetrarrúgur reyndust mun verr en Þrændarúgur.
Vetrarrúgi hefur reynzt bezt að sá í júlí og tvö ár reyndist vel að sá
honum að vorinu og slá grasið einu sinni sáðárið, en slæma sumarið
1937 brást rúgræktunin og hefur eigi verið reynd hér síðan, mest af því,
að vantað hefur nýtt útsæði.
Erturnar allar hafa náð eins mikilli fræþyngd og móðurfræið, nema
Jámtlands Pelusker, sem þurfa lengri sprettutíma en hin 4 afbrigðin.
Michlets Grönert, Rapide Löken, Löken Gul og Löken 0.13 eru allar
matarertur og hafa reynzt vel til matar. Þurfa álika langan sprettutíma
og fljótvaxið 6-rd. bygg', þola verr rigningu en bygg, og illa haustfrost.
Þroslcuðust ekki slærna sumarið 1940.
Ertur frá Þýzkalandi — afbrigðaheiti óþekkt — hafa þroskazt á sama
tíma og norsku erturnar og reynzt vel til matar.
Yfirleitt má segja um kornþyngdina í töflu XXVII, að Iiún er mis-
jöfn hjá hinum ýmsu afbrigðum sömu tegundar og er orsökin sú fyrst,
að afbrigðin hafa ekki öll sömu kornþyngd, og svo er hitt, að hún er
inisjöfn fyrir eina og sömu korntegund og afbrigði frá ári til árs, og
er því einnig svo farið hvað þenna eiginleika snertir í móðurlandi þeirra.
Kornþyngdin má teljast góð ef hún er fyrir 6-raða bvgg 33—38 gr,
i'yrir hafra 28—36 gr, fyrir hveiti 34—39 gr og fvrir rúg 19—23 gr og
munar henni til bæði eftir þeiin þroska, er veðráttan tillætur hverju sinni
og svo ætíð eftir því hvort tegundin eða afbrigðið er smá- eða stórkorna i
eðli sinu.
F. Rannsóknir á aðsendu korni.
Síðan er starfsemin byrjaði á Sámsstöðum 1927, hefur árlega verið
selt kornútsæði, aðallega af byggi og höfrum, víðs vegar um land. Mest
af þessu útsæði hefur verið notað til kornræktar: sáð svo snenima, að
því væri stefnt til kornþroskunar. Fæstir af þeim, sem korn hafa fengið
l'rá Sámsstöðum, hafa sent hingað korn til grómagns- og kornþyngdar-
rannsókna, en þó hafa oftast koinið árlega, síðan 1930, nokkur sýnis-