Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 19

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 19
Það virtist vera um tvennt að ræða. Annar möguleikinn var að kaupa sér venjulega þriggja herbergja íbúð í blokk. En þá yrði hún að byrja aftur að vinna og Nonni yrði að vinna enn þá meira. Samt hefðu þau varla nokkuð að lifa af í tvö til þrjú ár meðan þau væru að komast yfir erfið- asta hjallann. Hinn möguleikinn var að Nonni hætti að vinna svona mikið og að þau stefndu að því að öðlast rétt á íbúð í verkamannabústöðunum eftir eitt og hálft ár. Ef tekjur Nonna yrðu nógu lágar árið 1985 yrði þeim úthlut- að íbúð á árinu 1987. Biðlistinn yrði ekkert vandamál því Gerða hafði talað við frænda sinn sem var í stjórn í einu verkalýðsfélaginu. Þau hefðu að vísu úr minna að spila þann tíma sem Nonni ynni ekki eins mikið — ekki síst vegna þess að skattarnir höfðu hækkað mikið eftir að hún fór að vera heima og Nonni að afla einn tekna heimilisins. Skattakerfið gerir nefni- lega ekki ráð fyrir að menn fái að vinna fyrir heimili sínu. Gerðu fannst að vissu leyti fífla- legt að fólk gæti komist yfir íbúð með því að hætta að vinna og lækka í tekj- um, en hún var fyrir löngu hætt að pæla í því. Kerfið var bara svona. Þau voru bara venjulegt fólk að reikna út hvernig best væri að fá sér íbúð. Því skyldu þau ekki reikna dæmið eins og aðrir. Það var annars ekki víst að þau þyrftu að hafa það svo miklu verra árið 1985. Frændi Nonna hafði boðið honum starf þar sem yinungis dag- vinnan var gefin upp. Úr því að þau þyrftu hvort eð er að lækka tekjurnar var líka hugsanlegt að Nonni færi í skóla. Hún hafði frétt að ýmsir iðn- aðarmenn sem hefðu verið að læra á síðustu árum hefðu sótt um verka- mannabústað. Þarna voru kannski enn ein rökin fyrir því að hann drifi sig í iðnskólann og kláraði smiðinn. Og svo gæti hann náttúrulega byrjað að vinna á fullu strax og búið væri að ná einu tekjurýru ári inn í viðmiðunina en hún er meðaltal tekna í þrjú ár. Og svo yrði ekkert fylgst með tekjunum eftir að þau flyttu inn í verkamannabústaðinn. Hún hafði að vísu heyrt að það væri eitthvert vesen að selja þessar íbúðir ef þau vildu stækka við sig seinna, en það yrði bara að hafa það. Aðalatriðið væri að kom- ast í eigið húsnæði. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.