Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 27

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 27
á sér. Verið er að gefa bændum falsk- an tilverugrundvöll sem kippa má undan þeim með einu pennastriki hvenær sem er. Niðurgreiðslur á orku eru m.a. afleiðingar af því að ríkið skattleggur efni og búnað í ýmsar raf- orkuframkvæmdir, sérstaklega í dreifikerfin. Fyrst þarf ríkið að taka erlend lán til að greiða sjálfu sér skatta af fjárfestingunum. Þegar óhagstæð gengisþróun og þungur fjár- magnskostnaður af hinum erlendu lán- um byrjar svo að sliga rafmagnsnot- endur er rokið upp til handa og fóta og lagðir á nýir skattar til þess að hjálpa til við að borga lánin sem voru notuð til að greiða ríkinu skatta í upphafi. Þetta er náttúrulega hrein endaleysa. Nargt er gert undir merkj- um byggðastefnunnar. Það er athyglisvert að sú byggðastefna sem rekin hefur verið á undanförnum árum hef- ur fyrst og fremst miðast við að auka eyðslugetu þeirra sem aðstoð hafa fengið. Miklu minna hefur verið hugs- að um að bæta möguleika fólksins til þess að afla sér tekna og standa þannig undir eigin eyðslufé og búsetukostn- aði á stöðum þar sem hann er óhjá- kvæmilega hár. Margir þeirra sem skipta sér af velferðarmálum eygja þrjár megin- leiðir til lausnar á þeim vandamálum sem við höfum fjallað um hér. Fyrsta leiðin er að eyða meiri peningum í velferðarmálin. Önnur leiðin er að eyða ennþá meiri peningum í þessi mál og þriðja leiðin er að moka yfir vandamálin með peningum. En á sama hátt og arfinn verður ekki kæfður með því að fela hann með mold, þá eru mjög mörg af vandamálum velferðar- ríkis þess eðlis að þau verða ekki leyst með því meiri peningaeyðslu. Víða erlendis hefur á síðustu ár- um farið fram mikil umræða um vel- ferðarríkið og hvert skuli stefna. Bæði vestan hafs og austan hafa verið skrif- aðar ótal greinar og bækur og málin rædd frá mörgum hliðum. Þessi um- ræða er tæpast hafin hér ennþá enda erum við að ýmsu leyti betur sett en aðrir hvað umfang skattheimtu og fjárhagshalla varðar. Við höfum til skamms tíma getað haldið velferðar- kerfinu uppi en háværar kröfur opin- berra starfsmanna um hærri laun, Námslán Stundum hefur boriö á gagnrýni í pá átt, aö námslán fái fólk sem alls ekki þurfi þeirra meö og að mikill kippur komi í sölu á hljómflutningstækjum og ööru slíku á þeim tímum sem námslánin eru greidd út. En hve mikiö geta námsmenn fengið lánaö og hvernig er upphæðin miðað viö almennar launa- tekjur? Ákveönar reglur gilda um veitingu námslána og tekið er tillit til margra atriöa í þeim efnum, svo sem hvort námsmaður búi í foreldrahúsum, hverjar tekjur hans séu af sumarvinnu, tekjur maka, börn á framfæri og fleira í þeim dúr. Til að einfalda málið skulu hér tekin tvö dæmi: Dæmi 1: Hjón sem bæöi eru í námi hér á landí og hafa eitt bam á framfæri geta fengiö allt aö 40.200 krónur á mánuöi frá Lánasjóðnum. Dæmi 2: Einstætt foreldri meö eitt barn á framfæri getur fengið allt að 23.450 krónur á mánuöi frá Lánasjóönum. Séu þessar tölur bornar saman viö kaup verkafólks, þá eru lágmarks- laun þess nú 14.075 krónur á mánuöi og fólk sem hvorki nýtur bónus- greiðslna né yfirborgana hefur margt um 16.000 á mánuði. Á sama tíma er reiknaö meö að námsmaður þurfi 16.750 krónur á mánuði. En hvort hefur nú námsmaðurinn meiri ráöstöfunartekjur í námi eöa að því loknu? Ef við tökum dæmi um hjón með eitt barn þá lítur dæmið þannig út: / vinnu: Tekjur hjónanna samtals, og í þessu dæmi er gert ráö fyrir aö hann sé meö 60% og hún 40% teknanna: Samtals áriö 1985 ...... 562.500 Opinber gjöld ......... * 40.320 522.180 Þetta er sú upphæð sem þau hafa til ráðstöfunar ef þau vinna bæöi úti. / námi: Gert er ráö fyrir sömu mánaðar- launum í sumarvinnunni og eftir aö þau koma úr námi og þaö sem á vantar upp á framfærsluna, eins og hún er reiknuö hjá Lánasjóðnum nú um áramót (16.750 krónur á mánuöi fyrir einstakling) veröi brúaö meö lánum úr sjóðnum. Meö barnabót- um, sem námsmenn fá eins og aörir heföu hjónin samtals kr. 479.500 til ráöstöfunar. Auk þess gætu þau fengið lánaö tíl kaupa á námsbókum samtals 10—38 þúsund bæöi, eftir því í hvaöa skóla þau eru. Samkvæmt þessum dæmum hefðu hjónin aðeins um 42 þúsund krón- um minna til ráðstöfunar á ári ef þau væru í námi. Þau greiða þá enga skatta, en stór hluti þess sem þau hafa til ráðstöfunar er lán, sem þau verða að sjálfsögðu að endurgreiða. Lánið er vísitölubundið og endurgreiðsla hefst þremur árum eftir námslok. Greitt er tvisvar á ári og endurgreiðslan er háð tekjum. Miðað við sömu laun gæti endurgreiöslan verið rösklega 20 þúsund í ár fyrir þau bæði. Kári Jónasson tók saman. 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.